Listasafn Reykjavíkur hlaut Íslensku safnaverðlaunin

Sigrún Brynja Einarsdóttir ráðuneytisstjóri Menningar- og viðskiptaráðuneytis, afhenti verðlaunin í …
Sigrún Brynja Einarsdóttir ráðuneytisstjóri Menningar- og viðskiptaráðuneytis, afhenti verðlaunin í Safnahúsinu við Hverfisgötu Ljósmynd/Kristín S. Pétursdóttir

Listasafn Reykjavíkur hlaut Íslensku safnaverðlaunin fyrir framsækið miðlunarstarf.

Verðlaunin voru afhent í Safnahúsinu við Hverfisgötu í dag en Íslandsdeild Alþjóðaráðs safna (ICOM) og Félag íslenskra safna og safnafólks (FÍSOS) standa saman að þeim. 

Sigrún Brynja Einarsdóttir ráðuneytisstjóri Menningar- og viðskiptaráðuneytis, afhenti verðlaunin

Um er að ræða viðurkenningu sem veitt er annað hvert ár íslensku safni fyrir framúrskarandi starfsemi. 

Í umsöfn valnefndar segir meðal annars:

„Grunnstef í miðlun Listasafns Reykjavíkur er að allir geti tengst myndlist í fortíð og samtíma á eigin forsendum. Gestir safnsins á öllum aldri, af ólíku þjóðerni og mismunandi áhuga eða getu eru hvattir til að skoða og uppgötva og ekki síst til þátttöku í miðlunarstarfi safnsins. Safnið leitast við að sníða sýningar og aðra miðlun með það að markmiði að skapa borgarbúum og öðrum gestum innihaldsríkar og ánægjulegar myndlistarstundir.

Í miðlunarstarfi sínu sýnir Listasafn Reykjavíkur mikinn metnað og nýsköpun til að ná til ólíkra markhópa safnsins á framúrskarandi hátt.“

Önnur söfn sem hlutu einnig tilnefningar voru Gerðarsafn fyrir tengingu milli innra og ytra safnastarfs, Listasafn Íslands fyrir Sjónarafl – þjálfun í myndlæsi, Sauðfjársetur á Ströndum fyrir samfélagslega nálgun í safnastarfi og Þjóðminjasafn Íslands fyrir Með verkum handanna.

Í valnefnd sátu Bergsveinn Þórsson dósent við Háskólann á Bifröst, Helga Einarsdóttir verkefnisstjóri á fræðslusviði Alþingis, Sigrún Kristjánsdóttir sýningarstjóri hjá Árnastofnun og Sigríður Örvarsdóttir safnstjóri á Menningarmiðstöð Þingeyinga. Haraldur Þór Egilsson var formaður nefndarinnar fyrir hönd Minjasafnsins á Akureyri, sem hlaut verðlaunin 2022.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þig langar til að hafa muni er tengjast fortíðinni í kringum þig. Nú er líka rétti tíminn til þess að fara eftir ábendingum vina, ekki síst ef um er að ræða eitthvað sem léttir þér lífið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þig langar til að hafa muni er tengjast fortíðinni í kringum þig. Nú er líka rétti tíminn til þess að fara eftir ábendingum vina, ekki síst ef um er að ræða eitthvað sem léttir þér lífið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir