Tony O'Reilly er látinn

Tony O'Reilly árið 1959.
Tony O'Reilly árið 1959. Ljósmynd/Wikipedia.org

Írski viðskiptajöfurinn Tony O'Reilly er látinn 88 ára að aldri. 

O'Reilly er einna þekktastur fyrir að hafa eitt sinn átt fjölmiðlana Independent og Belfast Telegraph. Þá spilaði hann ruðning á sínum yngri árum, meðal annars með írska landsliðinu. 

Irish Independant greinir frá því að hann hafi látist á sjúkrahúsi í Dublin, höfuðborg Írlands, eftir skammvinn veikindi, en síðustu tvær vikur dvaldi hann á sjúkrahúsi vegna lungnabólgu. 

O'Reilly var einn af umfangsmestu kaupsýslumönnum Íralands og átti á einum tímapunkti fleiri en 100 dagblöð víðs vegar um heiminn, meðal annars í Suður-Afríku, Ástralíu, á Nýja-Sjálandi og Bretlandi. 

Árið 2012 missti hann völd sín og varð síðar gjaldþrota. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar