Kvikmyndin Ljósbrot í leikstjórn Rúnar Rúnarssonar hefur verið seld til sýningar erlendis eftir mjög góð viðbrögð í flokknum Un Certain Regard á Cannes-hátíðinni í ár.
Myndin hefur verið seld til sýningar til eftirfarandi landa og heimshluta: Ítalíu, Sviss, Noregs, Danmerkur, Finnlands, Ungverjalands, Grikklands, Póllands, Tyrklands, Eistlands, Lettlands og Litáen.
Rúnar hefur sagt persónulega upplifun sína af missi vera uppsprettu kvikmyndarinnar, sem fjallar um dag í lífi ungs fólks sem missir vin.
„Frá því ég missti vin sem ungur maður, þá vildi ég vinna úr tilfinningum sem ég upplifði þann dag með því að segja alhliða sögu. Annar missir sem ég gekk í gegnum nýlega endurvakti þá löngun, og sagan varð heilsteyptari,“ segir hann í tilkynningu.
Rúnar framleiddi myndina ásamt Heather Millard frá íslenska framleiðslufyrirtækinu Compass films, í samvinnu við íslenska Halibut, Hollenska fyrirtækið Revolver, Franska fyrirtækið Eaux Vives/Jour2Fêteand Króatíska fyrirtækið MP Film.
Stikklu úr myndinni má sjá hér fyrir neðan: