Sögur um skilnað McIlroy farnar á loft

Rory McIlroy ásamt eiginkonunni Ericu og dótturinni Poppy meðan allt …
Rory McIlroy ásamt eiginkonunni Ericu og dótturinni Poppy meðan allt lék í lyndi. AFP

Margir í golfheiminum ráku upp stór augu þegar fréttist að Rory McIlroy hafði sótt fyrirvaralaust um skilnað frá eiginkonu sinni til sjö ára, Ericu Stoll. Tímasetningin þótti einnig óvenjuleg en hann sótti um skilnað þremur dögum fyrir PGA mótið.

Heimildir herma að golfarinn hafi verið síður en svo auðveldur í sambúð. „Það var erfitt að vera gift McIlroy,“ ef haft eftir nánum vini hjónanna í US Weekly.

Parið hafði lifað tveimur aðskildum lífum síðustu tvö árin. McIlroy var mikið í burtu að keppa og hjónabandið þoldi ekki meir. Saman eiga þau eina þriggja ára dóttur.

Stoll hafði gefið sig alla í foreldrahlutverkið eftir að hún varð móðir. Poppy var sett í forgang og það passaði ekki við lífsstíl McIlroy sem er mikið á ferðalögum vegna vinnunnar.

„Hún vissi hvað hún var að fara út í, en þegar þau eignuðust Poppy þá breyttist allt og hún sá lífið öðrum augum. Erica var fylgdi honum ekki og einbeitti sér að Poppy.“

Hjónin giftu sig árið 2017 og héldu íburðarmikla veislu á Írlandi. Þau skrifuðu undir kaupmála en ekki er vitað hvað í honum felst. 

Sögur herma að McIlroy sé í sambandi við Amöndu Balionis golffréttamanni hjá CBS Sports en margir hafa tekið eftir að hún er hætt að bera giftingahringinn sinn í útsendingum. Þá fannst áhorfendum viðtalið sem hún tók við McIlroy vera sérstaklega vinalegt.

Danska tennisstjarnan Caroline Wozniacki var trúlofuð Rory McIlroy.
Danska tennisstjarnan Caroline Wozniacki var trúlofuð Rory McIlroy. AFP

Á sögu um slæm sambansslit

McIlroy var áður trúlofaður tennisstjörnunni Caroline Wozniacki og hætti með henni með stuttu símtali. Vinkona hennar vandar honum ekki kveðjurnar í ljósi nýrra frétta um skilnað hans.

„Þegar þau byrjuðu saman þá elskaði hann að hún var jafnfræg og hann og skildi íþróttaheiminn. Þegar þau hættu saman þá var það vegna þess að hún var jafnfræg og hann og skildi íþróttaheiminn,“ sagði vinkonan í viðtali við The Daily Mail.

„Aumingja konan gat ekki unnið. Það snerist allt um hann. Ef eitthvað fór úrskeiðis þá var það henni að kenna. Flestir íþróttamenn sem hafa helgað sig íþróttinni frá unga aldri eru fullkomlega sjálfselskir.“

„Hann valdi svo Ericu fram yfir Caroline því Erica var til í að annast hann og leyfði honum að haga sér eins og illa upp alinn unglingur. Hann segir oft sögur af því hvernig hann og Erica hittust og hvernig hún hjálpaði honum að mæta á golfvöllinn á réttum tíma. Caroline hefði aldrei haft tíma í svoleiðis því hún var alltaf að spila tennis.“

Sjálf hefur Wozniacki rætt um sambandsslitin. „Þetta var mjög erfitt því hann gerði þetta allt strax opinbert. Hann gaf út fréttatilkynningu og ég gat ekkert gert. Þetta var bara í andlitinu á mér. Ég var í áfalli. Ég hélt að hann myndi að minnsta kosti tala við mig í eigin persónu en þetta var bara símtal og svo ekkert meira. Maður á aldrei von á að lenda í svona aðstæðum. Það er ómögulegt að búa sig undir slíkt þannig að ég var í áfalli í smá tíma.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar