Raunir miðasölustúlku í Borgarleikhúsinu

Það var alltaf gaman að taka á móti pöntunum.
Það var alltaf gaman að taka á móti pöntunum. Samsett mynd

Nú er leikárinu að ljúka, hvert svo sem leikhúsið er. Starfsfólkið fer þá í kærkomið frí eftir annasamt leikár og þar eru engir undanskildir, já, ekki einu sinni þau sem vinna í miðasölunni.

Sú, sem þetta skrifar, vann í ellefu ár í miðasölu Borgarleikhússins og hripaði þá hjá sér nokkur skondin tilvik sem sneru að samskiptum við kúnnana.

Hér á eftir fara nokkur dæmi um þetta:


„Áttu miða á Mamma Mia? Ég vil að sætin séu inni í salnum.“

*

„Áttu einhverja miða á Ellý Ármanns?“

„Nei, en ég get mögulega athugað fyrir þig með lausa miða á sýninguna um Elly Vilhjálms.“

*

„Ég ætla að panta miða á Hard Rock Café.“

„Ertu að meina Rocky Horror Picture Show?“

*

„Ég á gjafabréf í Borgarleikhúsið og einnig gjafabréf upp á veitingar. Ég má velja á milli þess að fá brauðsnittur eða Tópas.“

„Við bjóðum upp á Tapas, er það ekki málið?“

*

„Ég ætla að fá miða á Kerlingu með Ljótu hálfvitunum.“

„Ertu að meina Kvenfólk með Hundi í óskilum?“

Lumar þú á gullkorni?

Ef þú lumar á skemmtilegum gullkornum frá fjölskyldumeðlimum, góðvinum, vinnu- og eða drykkjufélögum þá hvet ég þig óspart til að senda tölvupóst á gullkorn@mbl.is.

Það er aldrei að vita nema gullkornið þitt birtist á síðum mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup