Sigga Ózk gefur út eldheitan sumarsmell

Sigga Ózk með nýtt lag.
Sigga Ózk með nýtt lag. Ljósmynd/Ríkisútvarpið

Íslenska popp­stirnið Sig­ríður Ósk Hrafn­kels­dótt­ir, jafn­an kölluð Sigga Ózk, gef­ur út nýtt lag á morg­un, föstu­dag.

Lagið heit­ir Boy Bye og verður að finna á vænt­an­legri plötu henn­ar. Sigga Ózk samdi lagið ásamt Há­koni Guðna Hjart­ar­syni í laga­höf­unda­búðum sem haldn­ar voru á veg­um Ice­land Sync árið 2022.

Sigga Ózk hef­ur verið á mik­illi upp­leið í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni síðustu ár og vakti mikla at­hygli fyr­ir þátt­töku sína í Söngv­akeppni sjón­varps­ins, í fyrra og í ár, en hún komst áfram í úr­slitaþátt­inn í bæði skipt­in.

Þessi unga, líf­lega og metnaðarfulla kona á svo sann­ar­lega framtíðina fyr­ir sér í tónlist enda með stór framtíðar­plön. Hún von­ast til að ná á svipaðar slóðir og söng­kon­urn­ar Beyoncé, Kylie Min­ogue og Ari­ana Grande.

„Lagið er gleðisprengja, al­gjör sum­arslag­ari sem hægt er að dansa við,” út­skýr­ir hún.

Sigga Ózk birti svo­kallaðan „teaser“ á In­sta­gram í gær­dag og vakti færsl­an mikla lukku hjá aðdá­end­um henn­ar. 

View this post on In­sta­gram

A post shared by SIGGA ÓZK (@sigga­ozk)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Það er áríðandi að þú leggir mikið á þig, svo virðist sem stórkostlegir framamöguleikar séu rétt innan seilingar. Ef illa gengur, dragðu í land og byrjaðu aftur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Það er áríðandi að þú leggir mikið á þig, svo virðist sem stórkostlegir framamöguleikar séu rétt innan seilingar. Ef illa gengur, dragðu í land og byrjaðu aftur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant