Bækurnar sem forsetaframbjóðendur mæla með að þú lesir

Þetta eru bækurnar sem forsetaframbjóðendurnir mæla með!
Þetta eru bækurnar sem forsetaframbjóðendurnir mæla með! Samsett mynd

Forsetaframbjóðendur eru á allra vörum þessa dagana enda styttist óðum í forsetakosningar.

Amtsbókasafnið á Akureyri hafði samband við frambjóðendurna og báðu þá um að koma með bókameðmæli sem birtist á TikTok-reikningi bókasafnsins. Ef lesendur vantar hugmyndir að bók til að lesa um helgina þá eru hér nokkrar hugmyndir.

Brennu-Njáls saga

Arnar Þór Jónsson mælir með Íslendingasögunni Brennu-Njáls sögu.

Brennu-Njáls saga er ein þekktasta Íslendingasagan.
Brennu-Njáls saga er ein þekktasta Íslendingasagan. Samsett mynd

Farsæld er ferðalag

Ásdís Rán Gunnarsdóttir mælir með bókinni Farsæld er ferðalag eftir Brian Tracy.

Farsæld er ferðalag greinir frá einföldum en nauðsynlegum skrefum sem …
Farsæld er ferðalag greinir frá einföldum en nauðsynlegum skrefum sem hámarka farsæld í lífinu. Samsett mynd

Virkjum Bessastaði

Ástþór Magnússon mælir með bókinni Virkjum Bessastaði sem hann skrifaði sjálfur.

Ástþór Magnússon gaf út bókina Virkjum Bessastaði í aðdraganda forsetakostninga …
Ástþór Magnússon gaf út bókina Virkjum Bessastaði í aðdraganda forsetakostninga árið 1996. mbl.is/Óttar

Bróðir minn Ljóshjarta

Baldur Þórhallsson mælir með bókinni Bróðir minn Ljónshjarta eftir Astrid Lindgren.

Bróðir minn Ljónshjarta er mörgum kunnug, en fjallar um bræðurna …
Bróðir minn Ljónshjarta er mörgum kunnug, en fjallar um bræðurna Snúð og Jónatan. Samsett mynd

Tár, bros og takkaskór

Eiríkur Ingi Jóhannsson mælir með bókinni Tár, bros og takkaskór eftir Þorgrím Þráinsson. 

Tár, bros og takkaskór kom fyrst út árið 1990 og …
Tár, bros og takkaskór kom fyrst út árið 1990 og hefur slegið rækilega í gegn. Samsett mynd

Ungfrú Ísland

Halla Hrund Logadóttir mælir með bókinni Ungfrú Ísland eftir Auði Övu Ólafsdóttur.

Ungfrú Ísland er sjötta skáldsaga Auðar Övu og fjallar um …
Ungfrú Ísland er sjötta skáldsaga Auðar Övu og fjallar um sköpunarþrána í heimi þar sem karlmenn fæðast skáld og konum er boðið að vera Ungfrú Ísland. Samsett mynd

Lífsreglurnar fjórar 

Halla Tómasdóttir mælir með bókinni Lífsreglurnar fjórar eftir Don Miguel Ruiz.

Höfundur bókarinnar, Don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og …
Höfundur bókarinnar, Don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna og er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra. Samsett mynd

Aðventa

Helga Þórisdóttir mælir með bókinni Aðventa eftir Gunnar Gunnarsson.

Aðventa hefur notið mikilla vinsælda og verið þýdd á um …
Aðventa hefur notið mikilla vinsælda og verið þýdd á um 20 tungumál. Samsett mynd

Valskan

Jón Gnarr mælir með bókinni Valskan eftir Nönnu Rögnvaldardóttur.

Bókin fjallar um prestsdótturina Völku sem á sér ýmsa drauma.
Bókin fjallar um prestsdótturina Völku sem á sér ýmsa drauma. Samsett mynd

Bréf til Láru

Katrín Jakobsdóttir mælir með bókinni Bréf til Láru eftir Þórberg Þórðarson.

Bréf til Láru er íslensk klassík sem kom fyrst út …
Bréf til Láru er íslensk klassík sem kom fyrst út árið 1924. Samsett mynd


Passíusálmar

Steinunn Ólína mælir með Passíusálmum Hallgríms Péturssonar.

Sálmana orti Hallgrímur Pétursson á árunum 1656-1659 og hafa verið …
Sálmana orti Hallgrímur Pétursson á árunum 1656-1659 og hafa verið hluti af páskahefð Íslendinga um langt skeið. Samsett mynd

Veröld Soffíu

Viktor Traustason mælir með bókinni Veröld Soffíu eftir Jostein Gaarder.

Bókin fjallar um Soffíu Amundsen sem lærir um kenningar helstu …
Bókin fjallar um Soffíu Amundsen sem lærir um kenningar helstu heimspekinga Evrópu og reynir um leið að leysa dularfullt mál. Samsett mynd
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar