Bubba hótað eftir að hafa lýst yfir stuðningi við Katrínu

Bubbi Morthens fékk hótanir og ljót skilaboð frá fólki eftir …
Bubbi Morthens fékk hótanir og ljót skilaboð frá fólki eftir að hann lýsti yfir stuðningi við Katrínu Jakobsdóttur. Samsett mynd

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens fékk ljót skilaboð frá fólki eftir að hann lýsti yfir stuðningi við Katrínu Jakobsdóttur forsetaframbjóðanda og fyrrverandi forsætisráðherra.

Bubbi veltir fyrir sér hvers vegna fólk sendi ljót skilaboð, hóti og ógni:

„Hvað fær fólk til að senda ljót skilaboð, krefja mann um skýringar, hóta manni, ógna manni? Fara inn á heimasíðu manns með dólg, viðhafa orðbragð sem viðkomandi myndi aldrei nota heima hjá sér? Dæmi: Hvað fékkstu borgað fyrir að sleikja hóruna? Ertu að borga fyrir listamannalaunin? Söngstu ekki um hommana, viðbjóðurinn þinn? Ertu á móti þeim núna? Og margt fleira sem er ekki hafandi eftir. Þetta er stöðugt áreiti frá því að ég lýsti yfir stuðningi við framboð Katrínar,“ skrifar Bubbi í færslu á Facebook-síðu sinni. 

„Aldrei dytti mér í hug að fara inná síður hjá öðrum með dólg líkt og fólk gerir hjá mér. Ég skulda engum neitt, hvað þá skýringar. Það kveður svo rammt að þessu að fólk veigrar sér við því að lýsa yfir stuðningi við framboð Katrínar opinberlega því það er ráðist á það um leið.

En frelsi til að velja sér frambjóðanda á að virða, sama hver á í hlut. Netofbeldið sem er verið að beita gegn þeim sem styðja Kötu er komið út yfir öll mörk og það er lítið lýðræði í því.“

Bubba Morthens var hótað eftir að hann lýsti yfir stuðningi …
Bubba Morthens var hótað eftir að hann lýsti yfir stuðningi við Katrínu Jakobsdóttur. mbl.is/Kristinn Magnússon
Katrín Jakobsdóttir forsetaframbjóðandi.
Katrín Jakobsdóttir forsetaframbjóðandi. mbl.is/Brynjólfur Löve
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur lagt hart að þér að undanförnu og átt því skilið að eiga rólegan dag og gera aðeins það sem þig langar til. Njóttu samvista við vini þína og ættingja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur lagt hart að þér að undanförnu og átt því skilið að eiga rólegan dag og gera aðeins það sem þig langar til. Njóttu samvista við vini þína og ættingja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir