Hélt framhjá með mótleikkonu sinni

Andy Karl hélt framhjá eiginkonu sinni (t.v.) til 23 ára …
Andy Karl hélt framhjá eiginkonu sinni (t.v.) til 23 ára með ástralskri mótleikkonu sinni (t.h.) Samsett mynd

Bandarísku leikarahjónin Andy Karl og Orfeh eru að skilja eftir 23 ára langt hjónaband. Ástæða skilnaðarins er sögð vera framhjáhald.

Karl, einn þekktasti og eftirsóttasti sviðsleikari í heimi, fór með aðalhlutverkið í áströlsku uppsetningu á söngleiknum Groundhog Day, byggður á kvikmynd að sama nafni.

Leikarinn er sagður hafa haldið framhjá eiginkonu sinni með mótleikkonu sinni, hinni áströlsku Elise McCann. Rómantískt samband þeirra á að hafa byrjað fljótlega eftir að leikarinn flutti tímabundið til Melbourne í Ástralíu, en sýningar á söngleiknum hófust í janúar.

Að sögn heimildarmanna þá flaug Orfeh til Ástralíu í febrúar til að njóta samverustunda með eiginmanni sínum, en hana var þá farið að gruna að ekki væri allt með feldu. Í lok heimsóknarinnar tilkynnti Karl eiginkonu sinni að hjónabandi þeirra væri lokið og að hann væri ástfanginn af annarri konu.

Karl og Orfeh tilkynntu um skilnað sinn á Instagram nú á dögunum. Leikarinn sást örfáum dögum seinna á rölti um götur New York-borgar ásamt ástkonu sinni. 

View this post on Instagram

A post shared by Andy Karl (@andy_karl)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tíminn er dýrmætur og þú hefur engan tíma til þess að sökkva þér niður í eigin hugsanir. Staldraðu við taktu mark á þeirri rödd sem segir þér að rækta líkama og sál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tíminn er dýrmætur og þú hefur engan tíma til þess að sökkva þér niður í eigin hugsanir. Staldraðu við taktu mark á þeirri rödd sem segir þér að rækta líkama og sál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir