Segir eiginmanninn hafa verið með 35 konum síðasta árið

Honeyy Brooks er gift tveggja barna móðir í Ástralíu.
Honeyy Brooks er gift tveggja barna móðir í Ástralíu. Skjáskot/Instagram

Honeyy Brooks er gift tveggja barna móðir í Ástralíu sem segist hafa deilt eiginmanni sínum með 35 konum síðustu tólf mánuði. Hún opnaði sig um málið á TikTok. 

Brooks vakti fyrst athygli á samfélagsmiðlum sínum á síðasta ári þegar hún sagði frá því að hún hefði þénað yfir milljón bandaríkjadali á tveimur árum með því að slá garðinn sinn og sinna garðavinnu nakin á OnlyFans.

„Þetta var mín hugmynd“

Nú hefur hún opnað sig um hjónabandið, en hún og eiginmaður hennar eiga saman tvö ung börn. 

„Ég hef deilt manninum mínum með 35 konum samtals síðustu 12 mánuði og ég er að segja ykkur það, ég er í skýjunum. Allir halda áfram að segja: „Þið eruð ekki hamingjusöm saman, þið munuð ekki endast í hjónabandi, þetta er fáránlegt, eins og þið séuð ekki einu sinni gift.“ Um halló. Við fáum ekki bara að njóta hvors annars heldur fær maðurinn minn líka að njóta svo margra annarra kvenna og það geri ég líka. Þetta er besta tegund hjónabands sem þú getur beðið um. 

Og það besta við þetta allt er að þetta var mín hugmynd. Þetta var bókstaflega mín hugmynd. Ég sagði við manninn minn: „Ég held að þetta sé það sem við ættum að gera, ég held að við ættum að prófa“ og hann samþykkti það og sagði: „Allt í lagi, við skulum prófa“ og núna er þetta bara nýi raunveruleikinn okkar,“ sagði hún í myndbandi sem hún birti á TikTok.

@hereshoneyagain

True love i tell ya 🫶🏼

♬ original sound - COUNTRY MOM
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur lagt hart að þér að undanförnu og átt því skilið að eiga rólegan dag og gera aðeins það sem þig langar til. Njóttu samvista við vini þína og ættingja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur lagt hart að þér að undanförnu og átt því skilið að eiga rólegan dag og gera aðeins það sem þig langar til. Njóttu samvista við vini þína og ættingja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir