Drottningin sögð köld og stjórnsöm

Filippus Spánarkonungur og Letizia drottning gengu í hjónaband árið 2004.
Filippus Spánarkonungur og Letizia drottning gengu í hjónaband árið 2004. AFP

Letizia Spánardrottning er sögð köld og tilfinningalega óþroskuð í nýrri bók um drottninguna. Fjölskylda kóngsins er sögð hata hana.

Höfundur bókarinnar Jaime Peñafiel segir að drottningin noti þögn sem stjórnunartæki og til þess að refsa öðru fólki. Hann segir að þessi hegðun hennar sé ein helsta ástæða þess að tengdamóðir hennar og mágkona þoli hana ekki.

Í bókinni er sagt frá því hvernig Felipe kóngur hafi orðið ástfanginn af henni þegar hún vann sem fréttamaður. Sögur um hvernig þau kynntust hafa tekið breytingum í gegnum árin. Peñafiel segir að hún hafi látið reyna á ást hans til hennar með því að vera á stöðugum ferðalögum. 

„Þetta var herkænska því fjarlægðin var kvöl fyrir Felipe sem var svo ástfanginn af henni. Eftir það var hún sannfærð um algera ást hans til hennar. Hún sneri því aftur til Spánar og varð stjórnsöm. Einnig sagðist kóngurinn geta kæft allar fréttir um þau ef þyrfti.“

Spænskir fjölmiðlar segja að Peñafiel sé staðráðinn í að binda endi á tíð drottningarinnar og honum er lýst sem einum helsta og mesta óvini hennar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur lagt hart að þér að undanförnu og átt því skilið að eiga rólegan dag og gera aðeins það sem þig langar til. Njóttu samvista við vini þína og ættingja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur lagt hart að þér að undanförnu og átt því skilið að eiga rólegan dag og gera aðeins það sem þig langar til. Njóttu samvista við vini þína og ættingja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir