Lopez hvergi sjáanleg í útskrift

Jennifer Lopez og Ben Affleck.
Jennifer Lopez og Ben Affleck. AFP/Michael Tran

Bandaríski leikarinn Ben Affleck mætti einsamall í útskrift elsta barns síns á mánudag. Eiginkona hans, söng- og leikkonan Jennifer Lopez, var hvergi sjáanleg í útskrift stjúpdóttur sinnar en leikkonan hefur verið önnum kafinn við að kynna nýjustu kvikmynd sína, Atlas, síðastliðnar vikur.

Fjarvera Lopez kynti undir vangaveltur og sögusagnir um skilnað Hollywood-hjónanna en parið hefur lítið sést saman undanfarið. 

Ljósmyndari náði myndum af Affleck er hann mætti á athöfni dóttur sinnar í Los Angeles og var leikarinn hversdagslegur til fara, klæddur ljósum jakkafatajakka, gallabuxum og leðurstígvélum. Sérstaka athygli vakti að Affleck var með giftingarhringinn.

Affleck og Lopez áttu í ást­ar­sam­bandi á ár­un­um 2002 til 2004. Þau tóku sam­an aft­ur árið 2021, eft­ir 17 ára aðskilnað, og gengu í hjóna­band tæpu ári síðar í Las Vegas. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir