GDRN hitar upp fyrir Sisters Sledge

Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir mun stíga á svið með Sisters …
Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir mun stíga á svið með Sisters Sledge. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir, betur þekkt sem GDRN, hitar upp fyrir  heimsfrægu hljómsveitina Sisters Sledge í Eldborg föstudaginn 9. ágúst, daginn fyrir Gaypride-hátíðina í ár.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu Sena Live.

Aðalsöngkona hljómsveitarinnar og diskó-drottningin Kathy Sledge kemur fram ásamt dönsurum, bakröddum og hljómsveit. Sisters Sledge var stofnuð af systrunum Debbie, Joni, Kim og Kathy Sledge árið 1971 en þær skutust upp á stjörnuhimininn á hátindi diskótímabilsins. Eflaust muna margir eftir að hafa tekið fjörug dansspor á diskóteki þegar risasmellir voru spilaðir á borð við We Are Family, He's the Greatest Dancer og Thinking of You.

Á sínum stutta en tilkomumikla ferli hefur Guðrún heillað hlustendur upp úr skónum með sinni einstöku rödd. Hún stimplaði sig inn í íslenskt tónlistarlíf með útgáfu sinni á laginu Lætur mig en síðan þá hefur hún gefið út þrjár plötur. Einnig hefur hún spilað á öllum helstu tónlistarhátíðum Íslands og unnið til fjölmargra verðlauna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir