Katrín sögð á batavegi

Katrín prinsessa af Wales.
Katrín prinsessa af Wales. AFP

Katrín prinsessa af Wales er sögð bregðast vel við meðferð vegna krabbameins.

Ónefndur fjölskylduvinur ræddi við tímaritið Vanity Fair á þriðjudag og greindi frá því að Katrín væri loksins farin að sjá fyrir endann á veikindum sínum. 

„Hún þolir lyfin vel. Meðferðin hefur gengið vonum framar og fór betur en við héldum í fyrstu.“

Katrín gekkst undir aðgerð á kviðarholi í janúar. Eftir aðgerðina kom í ljós að krabbamein hafi verið til staðar.

Katrín greindi frá því á samfélagsmiðlum í mars að hún hefði greinst með krabbamein. Ekki hef­ur verið gefið upp hvers kyns krabba­mein hún sé með.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka