Katrín sögð á batavegi

Katrín prinsessa af Wales.
Katrín prinsessa af Wales. AFP

Katrín prinsessa af Wales er sögð bregðast vel við meðferð vegna krabbameins.

Ónefndur fjölskylduvinur ræddi við tímaritið Vanity Fair á þriðjudag og greindi frá því að Katrín væri loksins farin að sjá fyrir endann á veikindum sínum. 

„Hún þolir lyfin vel. Meðferðin hefur gengið vonum framar og fór betur en við héldum í fyrstu.“

Katrín gekkst undir aðgerð á kviðarholi í janúar. Eftir aðgerðina kom í ljós að krabbamein hafi verið til staðar.

Katrín greindi frá því á samfélagsmiðlum í mars að hún hefði greinst með krabbamein. Ekki hef­ur verið gefið upp hvers kyns krabba­mein hún sé með.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur lagt hart að þér að undanförnu og átt því skilið að eiga rólegan dag og gera aðeins það sem þig langar til. Njóttu samvista við vini þína og ættingja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur lagt hart að þér að undanförnu og átt því skilið að eiga rólegan dag og gera aðeins það sem þig langar til. Njóttu samvista við vini þína og ættingja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir