Leikari handtekinn grunaður um tilraun til manndráps

Pasqual verður framseldur til Los Angeles á komandi dögum og …
Pasqual verður framseldur til Los Angeles á komandi dögum og kærður. Samsett mynd

Leikarinn Nick Pasqual var handtekinn í Texas á miðvikudag grunaður um að hafa stungið fyrrverandi kærustu sína, förðunarfræðinginn Allie Sehorn. Pasqual var handtekinn við landamæri Mexíkó er hann reyndi að flýja land.

Pasqual, 34 ára, er sagður hafa brotist inn á heimili Sehorn í Kaliforníu aðfaranótt 23. maí og stungið hana margsinnis. Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs sótti Sehorn um nálgunarbann gegn Pasqual aðeins dögum fyrir árásina.

Sehorn fannst liggjandi í blóði sínu með mikla áverka á hálsi, kvið og handleggjum. Hún var flutt með hraði á sjúkrahús en er á batavegi að sögn aðstandenda.

Pasqual gæti átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsisdóm verði hann fundinn sekur um tilraun til manndráps, innbrot á heimili og ofbeldi í sambandi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tíminn er dýrmætur og þú hefur engan tíma til þess að sökkva þér niður í eigin hugsanir. Staldraðu við taktu mark á þeirri rödd sem segir þér að rækta líkama og sál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tíminn er dýrmætur og þú hefur engan tíma til þess að sökkva þér niður í eigin hugsanir. Staldraðu við taktu mark á þeirri rödd sem segir þér að rækta líkama og sál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir