Tólf milljarða samningur í hættu

Jennifer Lopez.
Jennifer Lopez. AFP

Tólf milljarða samningur söng- og leikkonunnar Jennifer Lopez við MGM Resorts, eina stærstu hótelkeðju heims, er í hættu. Ástæðan er sögð vera léleg plötu- og tónleikasala. 

Nýjasta plata söngkonunnar This Is Me...Now sem kom út þann 16. febrúar síðastliðinn hefur hlotið afar slæmar viðtökur frá almenningi og tónlistargagnrýnendum og hefur Lopez, sem heldur af stað í tónleikaferðalag um Bandaríkin í júní, þurft að aflýsa þó nokkrum dagsetningum vegna lélegrar miðasölu. 

Til stendur að Lopez hefji tónleikaröð á MGM Grand-hótelinu í Las Vegas á næsta ári og hljóðar samningurinn upp á 90 milljónir bandaríkjadala eða 12,3 milljarða íslenskra króna.

Að sögn talsmanna hótelkeðjunnar er tvísýnt um að samningur náist en eigendum hótelsins þykir áhættan of mikil þar sem vinsældir Lopez virðast á hraðri niðurleið. 

Margar af þekktustu poppstjörnum heims hafa verið með tónleikaraðir á hótelum í Las Vegas í gegnum árin og má þar nefna Shaniu Twain, Christinu Aguilera, Adele og Britney Spears.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir