Tólf milljarða samningur í hættu

Jennifer Lopez.
Jennifer Lopez. AFP

Tólf milljarða samningur söng- og leikkonunnar Jennifer Lopez við MGM Resorts, eina stærstu hótelkeðju heims, er í hættu. Ástæðan er sögð vera léleg plötu- og tónleikasala. 

Nýjasta plata söngkonunnar This Is Me...Now sem kom út þann 16. febrúar síðastliðinn hefur hlotið afar slæmar viðtökur frá almenningi og tónlistargagnrýnendum og hefur Lopez, sem heldur af stað í tónleikaferðalag um Bandaríkin í júní, þurft að aflýsa þó nokkrum dagsetningum vegna lélegrar miðasölu. 

Til stendur að Lopez hefji tónleikaröð á MGM Grand-hótelinu í Las Vegas á næsta ári og hljóðar samningurinn upp á 90 milljónir bandaríkjadala eða 12,3 milljarða íslenskra króna.

Að sögn talsmanna hótelkeðjunnar er tvísýnt um að samningur náist en eigendum hótelsins þykir áhættan of mikil þar sem vinsældir Lopez virðast á hraðri niðurleið. 

Margar af þekktustu poppstjörnum heims hafa verið með tónleikaraðir á hótelum í Las Vegas í gegnum árin og má þar nefna Shaniu Twain, Christinu Aguilera, Adele og Britney Spears.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup