Verður í hestvagni en ekki á hestbaki

Karl Bretakonungur í Buckinghamhöll fyrr í mánuðinum.
Karl Bretakonungur í Buckinghamhöll fyrr í mánuðinum. AFP/Chris Jackson

Karl Bretakonungur verður í hestvagni í stað þess að vera á hestbaki þegar hann tekur þátt í árlegri afmælishátíð í næsta mánuði.

Karl, sem er 75 ára, er að glíma við krabbamein. Hann mun fara á milli hermanna í hestvagni í skrúðgöngunni Trooping the Colour þar sem haldið er upp á afmæli breska konungsveldisins.

Skrúðgangan er einn af hápunktum dagskrár breska þjóðhöfðingjans á ári hverju.

Í fyrra tók Karl þátt í vígsluathöfn sinni sem konungur á hestbaki.

Tilkynnt var í febrúar síðastliðnum að Karl hefði greinst með ótilgreint krabbamein og hefur hann verið í meðferð síðan þá.

Undanfarnar vikur hefur hann sést æ oftar opinberlega. Til að mynda sótti hann blómasýninguna í Chelsea í síðustu viku.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup