Jennifer Lopez og Ben Affleck saman í útskriftarveislu dótturinnar

Jennifer Lopez og Ben Affleck.
Jennifer Lopez og Ben Affleck. AFP/Michael Tran

Söng- og leikkonan Jennifer Lopez og eiginmaður hennar, leikarinn Ben Affleck, mættu saman í útskriftarveislu elstu dóttur sinnar, Violet.

Affleck mætti einsamall á útskriftarathöfnina og Lopez var hvergi sjáanleg en hún hefur verið önnum kafin við að kynna nýjustu kvikmynd sína, Atlas, undanfarnar vikur. 

Ljósmyndari náði myndum af þeim hjónum sameinuðum haldandi á stórri útskriftargjöf á götum Los Angeles til að fagna með dóttur sinni. Lopez fór hins vegar fljótlega úr veislunni en hún var þar í aðeins tæplega klukkustund. 

Samband Aff­leck og Lopez hefur verið stormasamt í gegnum tíðina en þau áttu fyrst í ást­ar­sam­bandi á ár­un­um 2002 til 2004. Þau tóku sam­an aft­ur árið 2021, eft­ir 17 ára aðskilnað, og gengu í hjóna­band tæpu ári síðar í Las Vegas. Nú er spurningin hvort þau komast aftur upp úr þessari lægð í ástarlífi þeirra.

Page six

Dailymail

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar