Adele misheyrðist og hjólaði í aðdáanda

Adele er mikil baráttukona réttinda hinsegin fólks.
Adele er mikil baráttukona réttinda hinsegin fólks. AFP

Eftirminnilegt atvik átti sér stað á tónleikum söngkonunnar Adele í Las Vegas í gær þegar öskur frá salnum vakti athygli hennar meðan hún talaði milli laga. 

1. júní markar upphaf svokallaðs „Pride“- mánaðar í Bandaríkjunum, en júní mánuðurinn er helgaður því að fagna LGBTQ-samfélaginu og líkist því að einhverju leyti fyrirkomulagi hinsegin daga sem haldnir eru í ágúst ár hvert.

„Pride sucks“ eða „work sucks“?

Adele virðist þá hafa misheyrt öskur eins aðdáanda sem hleypti út úr sér: „Work sucks“, þ.e. staðhæfingu um að vinna sé ömurleg. Söngkonan misheyrði þetta hins vegar og hélt að hann hefði sagt: „Pride sucks“, og án þess að hika gerði Adele hlé á ræðu sinni til að svara manninum fullum hálsi. 

„Hvað sagðirðu? Pride sökkar? Komstu bara á tónleikana til að segja að Pride sé ömurlegt? Ertu fokking heimskur? Ekki vera svona fáránlegur.“ Þá bætti hún snögglega við: „Ef þú hefur ekkert fallegt að segja, haltu þá kjafti, allt í lagi?“

Atvikið var tekið upp og í myndbandinu má sjá söngkonuna halda síðan áfram með tónleikana. 

Aðdáendur sem voru viðstaddir tónleikanna hafa síðan tekið upp hanskann fyrir manninn á samfélagsmiðlinum X og reynt að leiðrétta misskilninginn. Einn þeirra deildi myndbandi þar sem heyra má hátt og skýrt að jú, vinnan „sökkar, ekki Pride.

Söngkonan hefur ekki brugðist við leiðréttingunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur lagt hart að þér að undanförnu og átt því skilið að eiga rólegan dag og gera aðeins það sem þig langar til. Njóttu samvista við vini þína og ættingja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur lagt hart að þér að undanförnu og átt því skilið að eiga rólegan dag og gera aðeins það sem þig langar til. Njóttu samvista við vini þína og ættingja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir