Aflýsir tónleikum og hjónabandið strax betra

Ben Affleck og Jennifer Lopez eru að vinna í hjónabandinu.
Ben Affleck og Jennifer Lopez eru að vinna í hjónabandinu. AFP/Michael Tran

Leik- og söngkonan Jennifer Lopez hefur hætt við tónleikaröð sína sem átti að fara fram í sumar. Lopez ætlar að einbeita sér að fjölskyldunni. Um helgina sást hún kyssa eiginmann sinn, leikarann Ben Affleck, úti á götu. 

Lopez sagði í yfirlýsingu að hún væri miður sín yfir því að þurfa að aflýsa tónleikaröðinni. „Ég myndi ekki gera þetta ef mér þætti þetta ekki bráðnauðsynlegt,“ sagði stjarnan að því fram kemur á vef People. Einnig var greint frá því að hún ætlaði að verja meiri tíma með „börnum, fjölskyldu og nánum vinum.“ Tónleikaröðin átti að fara fram frá júní fram í ágúst og var liður í því að kynna plötu sem Lopez sendi frá sér í febrúar. Fólk sem búið var að kaupa miða fær endurgreitt. 

Koss á kinn 

Fréttir af erfiðleikum í hjónabandi Affleck og Lopez hafa verið háværar á undanförnum vikum og var Lopez meðal annars sögð einbeita sér að vinnu, tónleikaferðalaginu nánar til tekið. Nú hefur hún töluvert meiri tíma til þess að einbeita sér að hjónabandinu. 

Hjónin höfðu ekki sést lengi saman þangað til nýlega. Á sunnudaginn hittu þau móður Affleck í Kaliforníu að því fram kemur á vef ET. Voru hjónin mynduð þegar Lopez mætti á svæðið og heilsuðust þau með léttum kossi. 

Jennifer Lopez og Ben Affleck.
Jennifer Lopez og Ben Affleck. AFP/Michael Tran
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup