Hadid-systurnar styrktu hjálparstarf á Gaza

Gigi og Bella Hadid.
Gigi og Bella Hadid. Ljósmynd/AFP

Ofurfyrirsæturnar og systurnar Gigi og Bella Hadid tóku höndum saman á dögunum og gáfu eina milljón bandaríkjadala til stuðnings við hjálparstarf á Gaza-ströndinni.

Talsmaður Hadid-systranna sagði peningana eyrnamerkta fjórum mannúðarsamtökum sem unnið hafa ómetanlegt starf á svæðinu og einbeitt sér að málum barna og fjölskyldna sem hafa orðið fyrir barðinu á stríðinu á Gaza, en tæplega átta mánuðir eru liðnir frá árás Hamas-samtakanna á Ísrael.

Systurnar, sem eiga palestínskan föður, hafa lýst yfir stuðningi við viðurkenningu á sjálfstæði Palestínu og hafa óspart reynt að vekja athygli á aðstæðum sem ríkja á svæðinu, bæði í eigin persónu og á samfélagsmiðlum.

Bella birti meðal annars myndir af sér á ströndinni í Cannes á dögunum. Á myndunum sést hún klædd í rauðan keffiyeh-kjól. 

View this post on Instagram

A post shared by Bella 🦋 (@bellahadid)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur lagt hart að þér að undanförnu og átt því skilið að eiga rólegan dag og gera aðeins það sem þig langar til. Njóttu samvista við vini þína og ættingja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur lagt hart að þér að undanförnu og átt því skilið að eiga rólegan dag og gera aðeins það sem þig langar til. Njóttu samvista við vini þína og ættingja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir