Hótar að skera á allan fjárhagslegan stuðning

Karl lll. Bretakonungur og Andrés prins deila um búsetu Andrésar.
Karl lll. Bretakonungur og Andrés prins deila um búsetu Andrésar. Samsett mynd

Karl III. Bretlandskóngur er sagður ætla að hætta að styðja Andrés prins fjárhagslega ef hann flytur ekki út úr Royal Lodge. Þetta er haft eftir vini kóngsins. Karl hefur lengi viljað fá bróður sinn út úr Royal lodge og er Vilhjálmur prins sagður hafa augastað á setrinu.

Andrés hefur streist mjög á móti flutningum og er með leigusamning sem gerður var árið 2003 til 73 ára. Hann á hins vegar að standa að endurbótum en hefur ekki sinnt þeim með fullnægjandi hætti. Andrés á til dæmis að láta mála húsið með tveimur umferðum á fimm ára fresti og endurnýja innanhúss á sjö ára fresti eftir því sem fram kemur í skjölum sem The Times hefur séð.   

Tengdasonur Andrésar, Edoardo Mapelli Mozzi, er framkvæmdastjóri fyrirtækis sem sérhæfir sig í innanhússhönnun og er sagður reyna að hafa hemil á sérstökum smekk og söfnunaráráttu Söruh og Andrésar.

Andrés prins er ekki starfandi meðlimur konungsfjölskyldunnar og á erfitt með að fjármagna rekstur setursins. Skýrslur gefa til kynna að fasteignin sé peningahít og margir telja að sprengingar í seinni heimsstyrjöldinni á þessum slóðum hafi mögulega haft slæm áhrif á grunninn.

Kóngurinn er sagður vilja styrkja bróður sinn þannig að hann geti lifað þægilegu lífi en að það verði þó að vera eitthvað þak þar á. 

„Ef hann neitar að fara innan skynsamlegs tímaramma þá mun kóngurinn þurfa að endurhugsa allan þann stuðning sem hann veitir bróður sínum. Andrés gæti því þurft að fjármagna allt sjálfur sem er ólíklegt að hann geti til langs tíma litið. Allir hafa hag hans fyrir brjósti en það eru samt einhver mörk á þolinmæðinni og umburðarlyndinu. Eins og málin standa þá verður sífellt óþægilegra fyrir Andrés að búa þarna,“ er haft eftir vini kóngsins.

Andrés prins á ekki afturkvæmt í konungleg störf.
Andrés prins á ekki afturkvæmt í konungleg störf. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson