Katrín Tanja gekkst undir skurðaðgerð

Katrín Tanja þakkaði fylgjendum sínum fyrir hlýjar kveðjur.
Katrín Tanja þakkaði fylgjendum sínum fyrir hlýjar kveðjur. Skjáskot/Instagram

CrossFit-stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir er á batavegi eftir að hafa gengist undir aðgerð snemma á fimmtudagsmorgun, 30. maí.

Undanfarnar vikur og mánuði hefur Katrín Tanja átt við þrálát bakmeiðsli að stríða og gekkst undir skurðaðgerð, svokallaða „Stand-alone anterior lumbar interbody fushion“, vegna brjóskloss og klemmdrar taugar í neðra baki og mjöðm.

Katrín Tanja birti færslu á Instagram-reikningi sínum í gærdag þar sem hún upplýsti aðdáendur sína um stöðu mála og sagði aðgerðina hafa gengið vel.

Íþróttakonan var komin á fætur örfáum klukkustundum eftir aðgerð og byrjuð að hreyfa sig en hún viðurkenndi að hafa upplifað erfiðan dag á laugardag. 

Katrínu Tönju bárust hlýjar kveðjur hvaðanæva að úr heiminum og því greinilegt að hún á stóran og sterkan stuðningsmannahóp sem styður við bakið á henni. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tíminn er dýrmætur og þú hefur engan tíma til þess að sökkva þér niður í eigin hugsanir. Staldraðu við taktu mark á þeirri rödd sem segir þér að rækta líkama og sál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tíminn er dýrmætur og þú hefur engan tíma til þess að sökkva þér niður í eigin hugsanir. Staldraðu við taktu mark á þeirri rödd sem segir þér að rækta líkama og sál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir