Katrín Tanja gekkst undir skurðaðgerð

Katrín Tanja þakkaði fylgjendum sínum fyrir hlýjar kveðjur.
Katrín Tanja þakkaði fylgjendum sínum fyrir hlýjar kveðjur. Skjáskot/Instagram

CrossFit-stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir er á batavegi eftir að hafa gengist undir aðgerð snemma á fimmtudagsmorgun, 30. maí.

Undanfarnar vikur og mánuði hefur Katrín Tanja átt við þrálát bakmeiðsli að stríða og gekkst undir skurðaðgerð, svokallaða „Stand-alone anterior lumbar interbody fushion“, vegna brjóskloss og klemmdrar taugar í neðra baki og mjöðm.

Katrín Tanja birti færslu á Instagram-reikningi sínum í gærdag þar sem hún upplýsti aðdáendur sína um stöðu mála og sagði aðgerðina hafa gengið vel.

Íþróttakonan var komin á fætur örfáum klukkustundum eftir aðgerð og byrjuð að hreyfa sig en hún viðurkenndi að hafa upplifað erfiðan dag á laugardag. 

Katrínu Tönju bárust hlýjar kveðjur hvaðanæva að úr heiminum og því greinilegt að hún á stóran og sterkan stuðningsmannahóp sem styður við bakið á henni. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur lagt hart að þér að undanförnu og átt því skilið að eiga rólegan dag og gera aðeins það sem þig langar til. Njóttu samvista við vini þína og ættingja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur lagt hart að þér að undanförnu og átt því skilið að eiga rólegan dag og gera aðeins það sem þig langar til. Njóttu samvista við vini þína og ættingja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir