Giftist syni Jon Bon Jovi í laumi

Jake Bongiovi og Millie Bobby Brown eru orðin hjón!
Jake Bongiovi og Millie Bobby Brown eru orðin hjón! AFP

Tvítuga Stranger Things-stjarnan Millie Bobby Brown gekk á dögunum í það heilaga með fyrirsætunni Jake Bongiovi, syni tónlistarmannsins Jon Bon Jovi, við leynilega og lágstemmda athöfn.

Brown og Bongiovi trúlofuðu sig í apríl síðastliðnum eftir rúmlega tveggja ára samband. Þau tilkynntu gleðifregnirnar í færslu á Instagram með fallegri mynd þar sem Brown skartar glæsilegum demant á baugfingri. 

Samkvæmt heimildum US Sun var athöfnin lágstemmd en rómantísk og voru aðeins þeir allra nánustu í fjölskyldu hjónanna viðstödd þegar þau fóru með heit sín. „Þau eru að skipuleggja stærri athöfn í Bandaríkjunum síðar á þessu ári en nú eru þau löglega gift og hafa lokið við alla pappírsvinnu,“ sagði heimildamaður fréttaveitunnar.

Meðal gesta í athöfninni var rokkarinn sjálfur, Jovi, ásamt foreldrum leikonunnar. Einnig er búist við að Jovi verði viðstaddur stærra brúðkaup hjónanna síðar á árinu, en Brown hefur gefið út að hann muni hins vegar ekki stíga á svið. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tíminn er dýrmætur og þú hefur engan tíma til þess að sökkva þér niður í eigin hugsanir. Staldraðu við taktu mark á þeirri rödd sem segir þér að rækta líkama og sál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tíminn er dýrmætur og þú hefur engan tíma til þess að sökkva þér niður í eigin hugsanir. Staldraðu við taktu mark á þeirri rödd sem segir þér að rækta líkama og sál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir