Kærir Kanye West fyrir kynferðislega áreitni

Fyrrverandi aðstoðarkona Kanye West hefur lagt fram kæru vegna kynferðislegrar …
Fyrrverandi aðstoðarkona Kanye West hefur lagt fram kæru vegna kynferðislegrar áreitni og ólögmætrar uppsagnar. Samsett mynd

Lauren Pisciotta, fyrrverandi aðstoðarkona Kanye West, hefur lagt fram kæru á hendur tónlistarmanninum vegna meintrar kynferðislegrar áreitni og ólögmætrar uppsagnar. 

Samkvæmt skjölum sem Page Six hefur undir höndum hóf Pisciotta störf hjá West í júlí árið 2021. Þá var West að setja á markað tískulínu sína, Yeezy, en Pisciotta hafði einnig starfað með West í nokkrum Donda lögum. 

Fyrir starfið var Pisciotta boðið milljón bandaríkjadali, eða sem nemur tæplega 138 milljónum króna á gengi dagsins í dag. Eina skilyrðið var að hún yrði tiltæk fyrir tónlistarmanninn allan sólarhringinn, sjö daga vikunnar, sem hún samþykkti. 

Í kærunni kemur fram að samhliða starfinu hafi Pisciotta þénað um milljón bandaríkjadali til viðbótar með því að birta efni á OnlyFans-reikningi sínum. Hún segir West hins vegar hafa beðið hana um að eyða reikningi sínum í þágu trúarinnar árið 2022, en í staðinn hafi hann ætlað að hækka laun hennar upp í tvær milljónir bandaríkjadala til að bæta upp fyrir tekjutapið. Hún segir hann þó ekki hafa staðið við það. 

Sendi myndbönd af sér í samræði við aðrar konur

Stuttu eftir þetta er West sagður hafa byrjað að senda Pisciotta kynferðisleg og gróf skilaboð. Hann er einnig sagður hafa sent henni myndir og myndbönd af sér í samræði við aðrar konur, en í kærunni greinir Pisciotta frá fjölmörgum óviðeigandi atvikum West.

Hún segir tónlistarmanninn meðal annars hafa stundað sjálfsfróun í miðju símtali, spurt um limastærð kærasta sinna og neytt hana til að fjarlæga peysu sína þegar hún var á skrifstofunni vegna þess að honum þótti hún „hylja of mikið“.

Í öðru tilviki er West sagður hafa læst sig inni í herbergi með Pisciotta og stundað sjálfsfróun við hlið hennar áður en hann sofnaði. Hún segir hann einnig hafa orðið reiðan eftir að hún lokaði á möguleikann að þau myndu „byrja að hittast eða stunda kynlíf“.

Fer fram á bætur fyrir samningsrof

Í september 2022 var Pisciotta gerð að starfsmannastjóra nokkurra fyrirtækja West og boðið fjórar milljónir bandaríkjadala í laun. Hins vegar segir hún West hafa rekið sig úr starfinu aðeins mánuði síðar.

Þá kemur fram í skjölunum að Pisciotta hafi verið boðnar þrjár milljónir bandaríkjadala í starfslokalaun, en hún segist aldrei hafa fengið þá peninga. Í málsókninni fer Pisciotta fram á bætur fyrir samningsrof og slæmt vinnuumhverfi. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar