Kærir Kanye West fyrir kynferðislega áreitni

Fyrrverandi aðstoðarkona Kanye West hefur lagt fram kæru vegna kynferðislegrar …
Fyrrverandi aðstoðarkona Kanye West hefur lagt fram kæru vegna kynferðislegrar áreitni og ólögmætrar uppsagnar. Samsett mynd

Lauren Pisciotta, fyrr­ver­andi aðstoðar­kona Kanye West, hef­ur lagt fram kæru á hend­ur tón­list­ar­mann­in­um vegna meintr­ar kyn­ferðis­legr­ar áreitni og ólög­mætr­ar upp­sagn­ar. 

Sam­kvæmt skjöl­um sem Page Six hef­ur und­ir hönd­um hóf Pisciotta störf hjá West í júlí árið 2021. Þá var West að setja á markað tísku­línu sína, Yeezy, en Pisciotta hafði einnig starfað með West í nokkr­um Donda lög­um. 

Fyr­ir starfið var Pisciotta boðið millj­ón banda­ríkja­dali, eða sem nem­ur tæp­lega 138 millj­ón­um króna á gengi dags­ins í dag. Eina skil­yrðið var að hún yrði til­tæk fyr­ir tón­list­ar­mann­inn all­an sól­ar­hring­inn, sjö daga vik­unn­ar, sem hún samþykkti. 

Í kær­unni kem­ur fram að sam­hliða starf­inu hafi Pisciotta þénað um millj­ón banda­ríkja­dali til viðbót­ar með því að birta efni á On­lyF­ans-reikn­ingi sín­um. Hún seg­ir West hins veg­ar hafa beðið hana um að eyða reikn­ingi sín­um í þágu trú­ar­inn­ar árið 2022, en í staðinn hafi hann ætlað að hækka laun henn­ar upp í tvær millj­ón­ir banda­ríkja­dala til að bæta upp fyr­ir tekjutapið. Hún seg­ir hann þó ekki hafa staðið við það. 

Sendi mynd­bönd af sér í sam­ræði við aðrar kon­ur

Stuttu eft­ir þetta er West sagður hafa byrjað að senda Pisciotta kyn­ferðis­leg og gróf skila­boð. Hann er einnig sagður hafa sent henni mynd­ir og mynd­bönd af sér í sam­ræði við aðrar kon­ur, en í kær­unni grein­ir Pisciotta frá fjöl­mörg­um óviðeig­andi at­vik­um West.

Hún seg­ir tón­list­ar­mann­inn meðal ann­ars hafa stundað sjálfs­fró­un í miðju sím­tali, spurt um lima­stærð kær­asta sinna og neytt hana til að fjar­læga peysu sína þegar hún var á skrif­stof­unni vegna þess að hon­um þótti hún „hylja of mikið“.

Í öðru til­viki er West sagður hafa læst sig inni í her­bergi með Pisciotta og stundað sjálfs­fró­un við hlið henn­ar áður en hann sofnaði. Hún seg­ir hann einnig hafa orðið reiðan eft­ir að hún lokaði á mögu­leik­ann að þau myndu „byrja að hitt­ast eða stunda kyn­líf“.

Fer fram á bæt­ur fyr­ir samn­ings­rof

Í sept­em­ber 2022 var Pisciotta gerð að starfs­manna­stjóra nokk­urra fyr­ir­tækja West og boðið fjór­ar millj­ón­ir banda­ríkja­dala í laun. Hins veg­ar seg­ir hún West hafa rekið sig úr starf­inu aðeins mánuði síðar.

Þá kem­ur fram í skjöl­un­um að Pisciotta hafi verið boðnar þrjár millj­ón­ir banda­ríkja­dala í starfs­loka­laun, en hún seg­ist aldrei hafa fengið þá pen­inga. Í mál­sókn­inni fer Pisciotta fram á bæt­ur fyr­ir samn­ings­rof og slæmt vinnu­um­hverfi. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Draumar um mikilfengleika einkenna daginn. Ekki reyna að neyða ráðgerðum þínum upp á aðra, leyfðu hlutunum að ráðast.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Draumar um mikilfengleika einkenna daginn. Ekki reyna að neyða ráðgerðum þínum upp á aðra, leyfðu hlutunum að ráðast.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant