Sjónvarpsþáttaröð byggð á verðlaunabók í bígerð

Jónas Margeir og Ólafur Darri eru spenntir fyrir samstarfsverkefninu.
Jónas Margeir og Ólafur Darri eru spenntir fyrir samstarfsverkefninu. Samsett mynd

Íslenska kvikmyndafyrirtækið ACT4 hefur gert samstarfssamning við ZDF Studios, þýsk­ur dreif­ing­araðili og und­ir­fé­lag þýsku rík­is­sjón­varps­stöðvar­inn­ar ZDF, um þróun á sjónvarpsþáttaröðinni Stóra Bróður

Þáttaröðin verður byggð á verðlaunabók að sama nafni eftir Skúla Sigurðsson. Fyrir söguna vann Skúli íslensku glæpasagnaverðlaunin og var einnig tilnefndur til Glerlykilsins, skandinavísku glæpasagnaverðlaunanna.

Ólafur Darri leiðir handritagerð

ACT4 tryggði sér réttindi að skáldsögunni á síðasta ári. Ólafur Darri Ólafsson, leikari og einn eigenda ACT4, leiðir handritagerð og þróun á þáttunum. Í teymi hans eru þau Anita Briem, Anna Gunndís Guðmundsdóttir og Teitur Magnússon. 

„Svona samstarf eru risastórar fréttir fyrir félagið okkar. ZDF Studios er svo stór og virtur aðili, svo þetta gerir okkur kleift að setja markið mjög hátt fyrir þetta verkefni,“ segir Jónas Margeir Ingólfsson, framkvæmdastjóri ACT4.

Verður gæsahúðar-hámhorfs sería

„Við erum spennt að vinna með ACT4 að aðlögun á frábærlega unninni skáldsögu Skúla Sigurðssonar. Persónurnar, hvernig frásögnin er sögð frá tveimur mismunandi sjónarhornum og hvernig spennan magnast eftir því sem söguþráðurinn þróast gerir þetta að gæsahúðar-hámhorfs seríu,“ segir Yi Qiao, forstöðumaður leikins efnis hjá ZDF Studios. 

Stóri Bróðir er saga um hefnd og réttlæti. Á hverju fullu tungli er maður laminn í klessu. Gerandinn virðist sá sami í hvert sinn, svartklædd manneskja sem hverfur út í nóttina líkt og draugur. Fórnarlömbin virðast handahófskennd í fyrstu en svo kemur í ljós að þau eru vandlega valin.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú verðurðu að hægja aðeins á þér og gefa þér tíma til þess að fara í gegnum persónuleg mál sem þola enga bið. Umgengni lýsir innri manni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
4
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú verðurðu að hægja aðeins á þér og gefa þér tíma til þess að fara í gegnum persónuleg mál sem þola enga bið. Umgengni lýsir innri manni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
4
Kolbrún Valbergsdóttir