Sjúkdómurinn er að buga geðheilsuna

Christina Applegate ásamt dóttur sinni, Sadie Grace. Stúlkan hefur verið …
Christina Applegate ásamt dóttur sinni, Sadie Grace. Stúlkan hefur verið stoð og stytta móður sinnar. AFP

Bandaríska leikkonan Christina Applegate hefur rætt opinskátt um baráttu sína við MS-sjúkdóminn (e. multiple sclerosis) síðastliðin ár. Hún byrjaði með hlaðvarpsþáttinn MeSsy ásamt góðvinkonu sinni, leikkonunni Jamie-Lynn Sigler, sem sjálf hefur glímt við MS-sjúkdóminn í ríflega 20 ár, fyrr á þessu ári.

Í nýjasta hlaðvarpsþætti stallanna ræddi Applegate um áhrif sjúkdómsins á geðheilsu sína en leikkonan viðurkenndi að hafa upplifað andlegar lægðir allt frá því hún greindist með MS-sjúkdóminn árið 2021. 

„Ég er að upplifa lægð núna, þá fyrstu í langan tíma. Ég sit föst í myrkrinu. Aldrei liðið jafn illa á ævinni. Ég hugsa um að deyja, það hræðir mig,“ sagði Applegate við Sigler og viðurkenndi að hún nyti ekki lífsins. „Lífið er ekki skemmtilegt lengur. Mér finnst það ekki gaman.“ 

Sigler sagðist skilja gremjuna. „Líf í fötluðum líkama er alls ekki auðvelt. Það er mjög erfitt, en það sem gerir lífið enn þá erfiðara er þegar þú berð það saman við lífið sem þú lifðir fyrir greiningu. Þegar þú finnur að þú ert tilbúin að samþykkja lífið í sinni nýju mynd þá sérðu að það er margt til að lifa lífinu fyrir.“

Applegate, sem hóf leikferil sinn árið 1972 með smáhlutverki í sápuóperunni Days of Our Lives, hefur lítið sést op­in­ber­lega frá því hún greind­ist en leikkonan var meðal gesta á Emmy-verðlaunahátíðinni í janúar. Hún afhenti verðlaun ásamt Anthony Anderson og fékk standandi uppklapp frá hátíðargestum.  



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir