Hefur gefið ungri leikkonu skó í afmælisgjöf í 19 ár

Leikkonan Dakota Fanning og Leikarinn Tom Cruise í banastuði.
Leikkonan Dakota Fanning og Leikarinn Tom Cruise í banastuði. Samsett mynd

Leikkonan Dakota Fanning sem nýlega fagnaði 30 ára afmæli sínu getur þakkað leikaranum  Tom Cruise fyrir stóra skósafnið sitt. 

Fanning er þekktust fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Uptown Girls en hún segir í spjallþættinum,The Kelly Clarkson Show, að Cruise hefur gefið henni nýtt skópar í afmælisgjöf á hverju ári síðan hún var 11 ára. 

Fannig segir að þetta hafi byrjað allt saman þegar þau Cruise unnu fyrst saman í kvikmyndinni War of the Worlds árið 2005 en á meðan tökum stóð átti unga leikkonan einmitt 11 ára afmæli. Þá færði hann henni farsíma sem var það heitasta á sínum tíma en eftir það gaf hann henni alltaf nýtt skópar. Fannig á afmæli 23. febrúar og hún bíður alltaf spennt eftir gjöfinni frá Cruise. 

Fanning segir að hún og Cruise voru miklir vinir á meðan tökum stóð. 

„Hann er svo eindæll en líka svo óútreiknanlegur,“ segir Fanning

Cruise er þekktur fyrir að vera gjafmildur og hefur sent vinum og samleikurum sínum reglulega veglegar gjafir. Hann sendir meðal annars meira en 300 manns sérstaka kókosköku yfir jólahátíðirnar. Þar að auki borgaði hann fyrir flugnám leikarans, Glen Powell, sem fór með eitt af aðalhlutverkum nýju Top Gun kvikmyndarinnar.

Page six

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eftir siglingu á lygnum sjó dregur allt í einu til tíðinda hjá þér í ástamálunum. Reyndu að eyða tíma úti í náttúrunni, lestu bók eða farðu í gönguferð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eftir siglingu á lygnum sjó dregur allt í einu til tíðinda hjá þér í ástamálunum. Reyndu að eyða tíma úti í náttúrunni, lestu bók eða farðu í gönguferð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup