Patrik gerir aðra tilraun til að halda útgáfutónleika

Tónlistarmaðurinn Pat­rik Snær Atla­son.
Tónlistarmaðurinn Pat­rik Snær Atla­son. Ljósmynd/Helgi Ómars

Tón­list­armaður­inn Pat­rik Snær Atla­son, bet­ur þekkt­ur sem Prettyboitjokko, ætlar að gera aðra tilraun til að halda útgáfutónleika fyrir nýju plötuna sína PBT 2.0 í dag klukkan 20:00 á Reykjavíkurhöfn. Tónleikarnir áttu upprunalega að fara fram þann 31. maí en kraftmikil vorlægð varð boðflenna og því þurfti Patrik að fresta tónleikaveislunni.

Pat­rik gaf út plötuna fyrir tveimur vikum síðan en hún hef­ur fengið frá­bær­ar viðtök­ur. Um er að ræða níu laga skífu þar sem meðal ann­ars tón­list­ar­kon­an Guðlaug Sól­ey Hösk­ulds­dótt­ir, oft­ast kölluð Gugusar, syng­ur með Pat­rik í lag­inu Horf­ir á mig.

Patrik býður öllum gestum ókeypis á tónleikana en þeir munu fara fram hjá hvalaskoðunarfyrirtækinu Eldingu. Svo virðist sem Pat­rik muni spila á skipi á tón­leik­un­um og því munu áhorf­end­ur geta notið sjón­arspils­ins og dansað við tón­list­ina á bryggj­unni. 

Einnig heldur Patrik útgáfutónleika í Kaupmannahöfn þann 21. júní en tóleikagestir þar fá líka að njóta tónlistarinnar að kostnaðarlausu. 

Patrik lofar betra veðri í kvöld en 31. maí og búast má við skrautlegum tónleikum hjá honum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tíminn er dýrmætur og þú hefur engan tíma til þess að sökkva þér niður í eigin hugsanir. Staldraðu við taktu mark á þeirri rödd sem segir þér að rækta líkama og sál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tíminn er dýrmætur og þú hefur engan tíma til þess að sökkva þér niður í eigin hugsanir. Staldraðu við taktu mark á þeirri rödd sem segir þér að rækta líkama og sál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir