Lopez og Affleck sögð lifa aðskildum lífum

Eru vandræði hjá stjörnuhjónunum?
Eru vandræði hjá stjörnuhjónunum? AFP/Michael Tran

Orðrómur um skilnað stjörnuhjónanna Jennifer Lopez og Ben Affleck hefur farið eins og eldur í sinu um Hollywood undanfarnar vikur.

Nú eru þau sögð lifa aðskildu lífi og hafa sett glæsivillu sína í Beverly Hills í Kaliforníu á sölu á 65 milljónir bandaríkjadala, eða sem nemur rúmum 9 milljörðum króna á gengi dagsins í dag, aðeins rúmu ári eftir að þau festu kaup á húsinu. Þá hefur einnig komið fram að Lopez sé að skoða eignir fyrir sig.

Heimildarmaður Entertainment Tonight segir Lopez og Affleck nú lifa aðskildu lífi en séu ekki opinberlega skilin enn. „Á þessum tímapunkti eru þau bara að gera sína hluti. Þau fóru mjög bjartsýn inn í sambandið og héldu að hlutirnir gætu breyst, en þeir hafa ekki gert það,“ segir hann.

Samband Lopez og Affleck hefur verið stormasamt í gegnum tíðina, en þau áttu fyrst í ástarsambandi á árunum 2002 til 2004. Rúmum 17 árum síðar, eða árið 2021, tóku þau hins vegar aftur saman og gengu í hjónaband ári síðar í Las Vegas. 

Aflýsir tónleikum til að einbeita sér að fjölskyldunni

Í síðustu viku var greint frá því að Lopez hefði hætt við tónleikaröð sína sem átti að fara fram í sumar til að einbeita sér að fjölskyldunni. Um síðastliðna helgi sáust hjónin svo deila kossi úti á götu sem olli miklum vangaveltum.

Þann 16. maí sást Affleck svo yfirgefa hús í Brentwood í Los Angeles þar sem hann er sagður hafa haldið til, en miðað við nýjustu vendingar í málinu eyðir hann ekki einungis dögunum þar heldur er hann talinn sofa þar án Lopez.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar