Blæs á sögusagnir um sambandsslit

Molly-Mae Hague og Tommy Fury ásamt dóttur sinni, Bambi.
Molly-Mae Hague og Tommy Fury ásamt dóttur sinni, Bambi. Skjáskot/Instagram

Íslandsvinkonan og Love Island-stjarnan Molly-Mae Hague birti á dögunum myndband á Youtube-rás sinni þar sem hún blæs á sögusagnir um sambandsslit við unnusta hennar, Tommy Fury.

Samband Hague og Fury hefur verið áberandi í fjölmiðlum síðustu mánuði eða allt frá því í desember þegar Fury sást með annarri konu á skemmtistað í Dúbaí. Atvikið olli miklu fjaðurfoki og í kjölfarið sást Hague oftar en einu sinni án trúlofunarhringsins. 

Hague og Fury fundu hvort annað í raunverulekaþáttunum Love Island, en þau höfnuðu í öðru sæti í fimmtu þáttaröð. Síðan þá hafa þau eignast dóttur saman, Bambi, og trúlofað sig. Sambandið hefur þó ekki alltaf verið dans á rósum og hefur Hague talað opinskátt um ýmsa erfiðleika sem þau hafa gengið í gegnum.

Hrósar Fury í hástert

Í nýja Youtube-myndbandi Hague hrósar hún Fury í hástert fyrir að vera dásamlegur faðir og sagði að hann væri „allt sem hún gæti óskað sér og meira en það“.

„Hann er á Trafford Center með henni, satt að segja er hann svo góður við Bambi. Tommy hefur alltaf verið mjög góður pabbi en nýlega, þar sem hún er byrjuð að ganga, finnst mér eins og þau séu orðin svo náin og hann er svo góður við hana,“ útskýrði Hague.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tíminn er dýrmætur og þú hefur engan tíma til þess að sökkva þér niður í eigin hugsanir. Staldraðu við taktu mark á þeirri rödd sem segir þér að rækta líkama og sál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tíminn er dýrmætur og þú hefur engan tíma til þess að sökkva þér niður í eigin hugsanir. Staldraðu við taktu mark á þeirri rödd sem segir þér að rækta líkama og sál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir