Karl konungur grínaðist með Íslandsleikinn

Það fór vel á með Karli konungi og David Beckham …
Það fór vel á með Karli konungi og David Beckham þegar þeir ræddu knattspyrnumál. AFP/Kirsty Wigglesworth

Sigur Íslands á Englandi á Wembley á föstudaginn fór ekki fram hjá Karli Bretakonungi. Hann grínaðist með leikinn við David Beckham á þriðjudaginn. Karl var að veita viðurkenningu í St. James-höll þar sem Beckham var gestur. 

„Hvað var þetta á Wembley?“ spurði Karl knattspyrnustjörnuna fyrrverandi að því fram kemur á vef Daily Mail

„Ég held að við ættum ekki að lesa of mikið í þetta,“ svaraði Beckham en leikurinn var vináttuleikur. 

„Það skiptir ekki máli er það nokkuð? Þetta var eins konar upphitun. Þú vilt ekki eyða allri orkunni í upphafi,“ sagði konungurinn og sáust þeir félagar hlæja. 

Karl konungur sló á létta strengi í spjalli við David …
Karl konungur sló á létta strengi í spjalli við David Beckham. Ísland kom við sögu. AFP/Kirsty Wigglesworth
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup