Féll aftur fyrir Kanínuóktuktinni

Kendall Jenner og Bad Bunny eru sögð vera byrjuð saman …
Kendall Jenner og Bad Bunny eru sögð vera byrjuð saman aftur. Samsett mynd

Fyrirsætan og raunveruleikastjarnan Kendall Jenner getur ekki verið án rapparans Bad Bunny. Jenner og Bad Bunny hættu saman í fyrra en nú virðast þau ekki getað slitið sig frá hvort öðru. 

Á vef slúðurmiðilsins TMZ má sjá Jenner og Bad Bunny á rómantísku stefnumóti á japönskum veitingastað í Púertó Ríko. En Kanínuótuktin eða hvernig sem fólk kýs að þýða nafn Slæmu Kanínunnar (e. Bad Bunny) er frá landinu og heitir réttu nafni Benito Antonio Martínez Ocasio. 

Bad Bunny í Miami í maí á tónleikum.
Bad Bunny í Miami í maí á tónleikum. AFP/Eva Marie UZCATEGUI

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem parið hefur sést saman síðan það hætti saman rétt fyrir áramót. Parið sást saman í kringum Met Gala-tískuviðburðinn í byrjun maí. Síðan þá hefur ofurparið einnig sést saman í Miami. 

Kendall Jenner á Met Gala í byrjun maí. Hún á …
Kendall Jenner á Met Gala í byrjun maí. Hún á að hafa endurnýjað kynni sín við Bad Bunny þar. AFP/Angela WEISS
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tíminn er dýrmætur og þú hefur engan tíma til þess að sökkva þér niður í eigin hugsanir. Staldraðu við taktu mark á þeirri rödd sem segir þér að rækta líkama og sál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tíminn er dýrmætur og þú hefur engan tíma til þess að sökkva þér niður í eigin hugsanir. Staldraðu við taktu mark á þeirri rödd sem segir þér að rækta líkama og sál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir