K-Pop stjarna klárar herþjónustu

Elsti liðsmaður vinsælu K-Pop strákasveitarinnar BTS hefur lokið herþjónustu sinni í Suður-Kóreu.

Hljómsveitin kom heiminum á óvart árið 2022 þegar hún tilkynnti að sveitin ætlaði að taka sér hlé á hápunkti frægðarinnar til þess að sinna 18 mánaða langri herþjónustu sem er skyldubundin í landinu.

Hinn 31 árs gamli Jin kvaddi félaga sína í hernum fyrir utan herstöðina í Yeoncheon í gær. 

Félagar Jin tóku á móti honum er hann útskrifaðist úr …
Félagar Jin tóku á móti honum er hann útskrifaðist úr hernum í dag. AFP

1.000 aðdáendur fá að faðma stjörnuna

Þó nokkrir af liðsmönnum BTS óskuðu eftir dagsleyfi frá herþjónustu til að fagna áfanga Jin. Þeirra á meðal rapparinn RM sem tók á móti félaganum og lék stærsta smell hljómsveitarinnar Dynamite á saxófón fyrir utan herstöðina. 

Jin var fyrstur BTS-liða til að ganga í herinn, en búist er við því að hljómsveitin geti komið saman á ný árið 2025, er hinir hafa lokið sinni herþjónustu. 

Hyggst Jin fagna útskriftinni í dag með stórum viðburð í höfuðborginni Seoul þar sem hann mun stíga á svið og hitta aðdáendur sína.

Hefur útgáfufyrirtæki hljómsveitarinnar Hybe valið 1.000 aðdáendur sem fá tækifæri til að faðma Jin.

Jin er elsti hljómsveitarmeðlimur BTS.
Jin er elsti hljómsveitarmeðlimur BTS. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka