Með 1,7 milljóna trúlofunarhring eftir tíu mánaða samband

Ástin blómstrar!
Ástin blómstrar! Samsett mynd

Breski tónlistarmaðurinn Matty Healy, aðalsöngvari hljómsveitarinnar The 1975, og bandaríska fyrirsætan Gabbriette Bechtel, eru sögð vera trúlofuð eftir að Bechtel birti mynd af sér með 1,7 milljóna króna demantshring á baugfingri á dögunum.

Á myndinni skartaði fyrirsætan hring með stórum svörtum demanti á baugfingri, en myndina birti hún á Instagram og merkti söngvarann: „Að giftast The 1975 er mjög óþroskað.“

Fyrirsætan birti mynd af hringnum á Instagram-reikningi sínum.
Fyrirsætan birti mynd af hringnum á Instagram-reikningi sínum. Skjáskot/Instagram

Healy og Bechtel eru sögð hafa átt í vægast sagt stormasömu sambandi en þau hafa verið saman frá því í september á síðasta ári. Healy virðist þó vera hæstánægður með að ástarjátning fyrirsætunnar sé komin í sviðsljósið þar sem hann deildi myndinni af demantshringnum á sínum eigin samfélagsmiðlum. 

Healy virðist þó ekki vera sá eini sem var ánægður með hringinn, en fyrisætan birti í kjölfarið heila myndaseríu af sér með svarta demantshringinn á Instagram. 

View this post on Instagram

A post shared by Gabbriette B (@gabbriette)

Er fyrrverandi kærasti Taylor Swift

Healy var áður í ástarsambandi með stórstjörnunni Taylor Swift en þau hættu saman aðeins tveimur mánuðum áður en Healy byrjaði að slá sér upp með Bechtel.

Parið hefur sést mikið saman í sviðsljósinu undanfarið, meðal annars á Fashion Week- tískuhátíðinni og á tónleikum Healy.

Tónlistarmaðurinn hefur verið að gera það gott með laginu Somebody Else sem kom út árið 2016. Á meðan hefur Bechtel verið að vinna með tískurisum á borð við Diesel, Bottega Veneta og Marc Jacobs

Mail One

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tíminn er dýrmætur og þú hefur engan tíma til þess að sökkva þér niður í eigin hugsanir. Staldraðu við taktu mark á þeirri rödd sem segir þér að rækta líkama og sál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tíminn er dýrmætur og þú hefur engan tíma til þess að sökkva þér niður í eigin hugsanir. Staldraðu við taktu mark á þeirri rödd sem segir þér að rækta líkama og sál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir