Bresk yfirvöld hafa komið af stað lögreglurannsókn í Maidwell Hall, heimavistarskólanum fyrir drengi efri stétta Bretlands, þar sem jarlinn Charles Spencer, bróðir Díönu Prinsessu, segist hafa verið misnotaður sem nemandi á áttunda áratugnum.
Þetta kemur fram í lögreglu tilkynningu frá Northamptonshire lögreglunni.
Lögreglan segir að fleiri kynferðisbrot hafa átt sér stað gegn öðrum drengjum sem voru nemendur við skólann á svipuðum tíma og að þau mál verði líka rannsökuð.
„Northamptonshire lögreglan tekur öllum ásökunum og tilkynningum um misnotkun mjög alvarlega. Við munum skoða allar mögulegar leiðir í þessari rannsókn sem geta hjálpað til við að koma gerendum fyrir rétt,“ segir talsmaður lögreglu.
Yngri bróðir Díönu prinsessu segir frá því í bókinni, A Very Private School, að hann hafi verið átta ára þegar hann byrjaði í Maidwell Hall skólanum og hann hafi neitaði að berjast í gegnum fimm löng ár í skólanum. Í bókinni heldur Charles því fram að hann hafi upplifað líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi í drengjaskólanum sem er ekki langt frá æskuheimili hans Althrop, sveitasetri Spencer-fjölskyldunnar.