Fyrsti opinberi viðburður Katrínar í nær hálft ár

Katrín prinsessa af Wales kom opinberlega fram í fyrsta sinn í morgun síðan hún greindist með krabbamein. 

Katrín tilkynnti í mars hún að hún væri með krabbamein og í tilheyrandi meðferð. Hún kom síðast opinberlega fram í desember.

Skrúðgangan Trooping the Colour, afmælisganga Karls Bretakonungs, fór fram í Lundúnum í morgun og sást Katrín, ásamt börnum sínum þremur, í vagni þar sem leið þeirra lá á útsýnisstað svo þau gætu fylgst með skrúðgöngunni.

Þrír mánuðir eftir af meðferð

Prinsessan tilkynnti í gær að hún væri hægt og rólega að koma til, meðferðin væri að virka og að hún ætti um þrjá mánuði eftir af henni.

„Ég hlakka til að mæta í afmælisgöngu konungsins um helgina með fjölskyldunni minni og vonast til að taka þátt í nokkrum opinberum viðburðum í sumar,“ sagði Katrín.

Bæði Katrín prinsessa og Karl Bretakonungur eru með krabbamein.

Katrín prinsessa af Wales, í vagninum á leið sinni á …
Katrín prinsessa af Wales, í vagninum á leið sinni á útsýnissvæði þar sem hún getur fylgst með skrúðgöngunni. AFP/Henry Nicholls
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup