Bono mætti ekki í U2-messu

Kór keflavíkurkirkju lagði mikla vinnu í U2-messuna.
Kór keflavíkurkirkju lagði mikla vinnu í U2-messuna. Ljósmynd/Oddgeir Karlsson

Rúmlega 50 manna kór Keflavíkurkirkju hélt tónleika á föstudagskvöldið eða svokallaða U2-messu í St. Ann’s-kirkju í Dublin.

Kirkjan tekur um 200 manns í sæti og er á besta stað í borginni, að sögn Söru Daggar Eiríksdóttur, kynningar- og þjónustufulltrúa Keflavíkurkirkju.

U2 boðið á tónleikana

Kórstjórinn, Arnór Brynjar Vilbergsson, hafði valið nokkur lög hljómsveitarinnar U2 sem kórinn flutti á íslensku.

Íslensk þýðing lagatextanna er trúarlegs eðlis líkt og fyrirsögn fréttarinnar gefur til kynna, í takti við upprunalega lagatexta U2. Aðspurð sagði Sara Dögg þau hafa verið í sambandi við STEF á Íslandi varðandi reglur tengdar höfundarrétti og fleiru.

Mikil spenna var í loftinu fyrir því hvort meðlimir hljómsveitarinnar U2, einkum Bono, myndu láta sjá sig í messunni. Svo fór ekki.

Kórinn nýtti sér tengslanetið til að auglýsa tónleikana og talaði meðal annars við nýkjörinn forseta, Höllu Tómasdóttur, í von um að koma skilaboðum til Bono, söngvara sveitarinnar.

Hjartans mál

Ferðin og tónleikarnir hafa verið kórnum hjartans mál og hefur að mestu verið fjármögnuð úr eigin vasa, ásamt frjálsum framlögum og styrkjum. Með í för eru einnig myndatökumenn sem vinna að gerð heimildarmyndar um U2-messuna og ferð kórsins.

Sara Dögg sagði þau ekki hafa haft neina tilfinningu fyrir hve margir myndu mæta en frítt hafi verið inn á tónleikana. Aðeins voru haldnir þessir einu tónleikar og var öllu til tjaldað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Veltu fyrir þér ferðalögum eða búferlaflutningum til fjarlægra staða. Njóttu þessarar góðu tilfinningar en bíddu þó aðeins með að taka mikilvægar ákvarðanir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Solja Krapu-Kallio
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Veltu fyrir þér ferðalögum eða búferlaflutningum til fjarlægra staða. Njóttu þessarar góðu tilfinningar en bíddu þó aðeins með að taka mikilvægar ákvarðanir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Solja Krapu-Kallio
Loka