400 manns með prinsessunni

Astrid, prinsessa af Belgíu, er dóttir þeirra Alberts konungs annars …
Astrid, prinsessa af Belgíu, er dóttir þeirra Alberts konungs annars og Paolu drottningar. Ljósmynd/Wikipedia.org

Belgíska prinsessan Astrid heimsótti Noreg í dag ásamt sendinefnd en henni til móttöku voru meðal annars Marta Lovísa prinsessa og Durek Verrett unnusti hennar.

Tilgangur heimsóknarinnar var meðal annars að kynna belgískar hestaíþróttir og heimsótti prinsessan í tengslum við það þema hesthús Gulliksen-fjölskyldunnar í Lier, litlu bæjarfélagi suður af höfuðborginni Ósló.

Þriggja daga heimsókn

„Sá heiður veitist ekki öllum að fá konungborið fólk á sinn bæ, þetta er stór áfangi fyrir okkur,“ sagði Geir Gulliksen eigandi hesthússins í samtali við norska ríkisútvarpið NRK.

Í föruneyti Astridar eru 400 fulltrúar belgísks viðskipta- og menningarlífs sem er ein stærsta sendinefnd sem Belgar hafa sent á erlenda grund. Dvelur hópurinn í Noregi fram á miðvikudag og hittir fjölda hugsanlegra framtíðarviðskiptavina meðan á dvölinni stendur.

NRK

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tíminn er dýrmætur og þú hefur engan tíma til þess að sökkva þér niður í eigin hugsanir. Staldraðu við taktu mark á þeirri rödd sem segir þér að rækta líkama og sál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tíminn er dýrmætur og þú hefur engan tíma til þess að sökkva þér niður í eigin hugsanir. Staldraðu við taktu mark á þeirri rödd sem segir þér að rækta líkama og sál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir