Stál í stál hjá Drake og Kendrick Lamar

Rappararnir Kendrick Lamar, Ice Cube og Drake.
Rappararnir Kendrick Lamar, Ice Cube og Drake. Samsett mynd

Bandaríski rapparinn og leikarinn O'Shea Jackson, betur þekktur sem Ice Cube, segir að hann mun ekki kippa sér upp við spennuna sem ríkir á milli rapparanna Drake og Kendrick Lamar. Að minnsta kosti svo lengi sem þeir fari ekki að leggja hendur hvor á annan. 

Ósættið á milli þeirra hófst síðasta haust þegar rappararnir töluðu hvor annan niður vegna tónlistar sinnar. Nú hefur Ice Cube blandað sér í deilurnar og reynir að stilla til friðar á milli þeirra beggja. 

„Svo lengi sem þetta verður ekki að neinu líkamlegu, því þá verður ekki rapp. Þetta er götuglæpur um leið og þetta verður líkamlegt,“ segir Jackson. 

Að það komi upp ósætti í rappheiminum er svo sem ekkert nýtt af nálinni því oft hefur það verið notað í markaðssetningu. Rapparar eiga það til að skipta sér upp í tvær ólíkar fylkingar eins og að rapp frá Austurströndinni sé á móti rappi frá Vesturströndinni og þar fram eftir götunum. 

Til eru dæmi þar sem ósætti í rappheiminum hefur farið úr böndunum en 27 ár eru liðin frá því þegar rapparinn Tupack Shakur, eða 2pac, var skotinn til bana í Las Vegas en glæpagengi höfðu þá blandað sér í málið. 

„Ég samþyki alltaf rapp-bardaga. Þetta er allt hluti af leiknum og fer allt aftur til tónlistarmannanna Busy Bee og Kool Moe D, jafnvel lengra en það,“ segir Jackson.

People 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Þú þrífst af skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til þeirra mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Þú þrífst af skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til þeirra mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren