Var ofurölvi á hótelbar fyrir handtökuna

Justin Timberlake var handtekinn í byrjun vikunnar.
Justin Timberlake var handtekinn í byrjun vikunnar. AFP/Michael TRAN

Tónlistarmaðurinn Justin Timberlake var ofurölvi á hótelbar í Hamptons rétt áður en hann var handtekinn á aðfaranótt þriðjudags. Timberlake var handtekinn fyrir að keyra undir áhrifum áfengis. 

„Hann var ofurölvi. Á einum tímapunkti, rétt fyrir lokun, fór einhver á klósettið og skildi drykkinn sinn eftir á borðinu,“ sagði sjónarvottur við vefmiðilinn New York Post. „Þegar maðurinn kom til baka var Timberlake að drekka drykkinn.“

Sag Harbor Village Justice Court, Í þessu fangelsi varði Justin …
Sag Harbor Village Justice Court, Í þessu fangelsi varði Justin Timberlake einni nótt. AFP/Adam Gray

Timberlake var seinna stöðvaður af lögreglu fyrir að keyra undir áhrifum. Hann sagði lögreglu að hann hefði bara fengið sér einn martini-kokteil. Samkvæmt lögregluskýrslu neitaði hann þrisvar að blása. Þegar hann gerði það loksins féll hann á prófinu. 

„Þetta á eftir að eyðileggja tónleikaferðalagið,“ á Timberlake að hafa sagt við lögregluna. 

Eiginkonan upptekin

Eiginkona Timberlake, leikkonan Jessica Biel, var ekki með honum þegar atvikið átti sér stað. Hún var á Manhattan í New York-borg í tökum þegar Timberlake fékk sér aðeins of mikið að drekka. 

Hér má sjá myndina sem tekin var af Justin Timberlake …
Hér má sjá myndina sem tekin var af Justin Timberlake í fangelsinu. AFP/SAG HARBOR POLICE DEPARTMENT
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar