Frumfluttu lag á djasshátíðinni

Djasskrakkarnir og Karl.
Djasskrakkarnir og Karl. Ljósmynd/Aðsend

Djasskrakkar í Mosfellsbæ og Karl Olgeirsson frumfluttu lagið Blár Krummi á hátíðinni Barnadjass í Mosó.

Um er að ræða alþjóðlega djasshátíði þar sem flytjendurnir eru á aldrinum sjö til fimmtán ára. Þau koma frá Mosfellsbæ, Hafnarfirði, Kópavogi, Ísafirði, Reykjavík, Noregi og Færeyjum. Eiga þau meðal annars rætur að tekja til Afganistan, Hollands, Kína, Nígeríu, Palestínu, Litháen og Svíþjóðar.

Þetta kemur fram í tilkynningu.

Anna Sigríður Guðnadóttir, bæjarfulltrúi og nefndarkona í menningar- og lýðræðisnefnd bæjarins, setti hátíðina formlega í Hlégarði á fimmtudaginn. 

Cecilie Willoch, sendiherra Noregs á Íslandi, hélt ræðu sem var einkar viðeigandi þar sem hér er á ferðinni menningarsamstarf milli Íslands og Noregs, að því er fram kemur í tilkynningunni.

Listrænn stjórnandi hátíðarinnar er Odd André Elveland en hann er norskur djasstónlistarmaður og rekur tónlistarskólann Improbasen i Osló.

Lokatónleikar hátíðarinnar verða haldnir á morgun í Hlégarði klukkan 16. 

Frá hátíðinni.
Frá hátíðinni. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup