Love Actually-stjarna gengin út

Thomas Brodie-Sangster.
Thomas Brodie-Sangster. Samsett mynd

Breska Hollywood-parið, Thomas Brodie-Sangster, og Talulah Riley eru nú gift. Þau gengu í það heilaga við fallega athöfn í St. George’s-kirkjunni á Englandi á laugardag. 

Nýgiftu brúðarhjónin geisluðu af hamingju þegar þau leiddust niður kirkjutröppurnar þar sem gestirnir biðu þeirra fyrir utan í blómahafi til að skála og fagna. Þau fóru svo í opnum hestvagni í brúðkaupsveisluna sína. 

Riley var hin glæsilegasta í síðum brúðarkjól með fallegt langt slör. Ljóst hárið hafði hún svo uppi í snúð.

Leikarinn klæddist skrautlegu brúðkaupsdressi en hann sagði „já“ við sína heittelskuðu í ljósari skyrtu, rósóttu vesti, bláum jakka og teinóttum jakkafatabuxum. 

Hjónin kynntust fyrst við tökur á þáttaseríunni Sex Pistols í mars 2021 en þau trúlofuðu sig í júlí á síðasta ári. 

Áður en Riley féll fyrir Love Actually- stjörnunni var hún gift auðkýfingnum Elon Musk í tvígang á árunum 2010 til 2012 og svo aftur frá 2013 til 2016.

Page six

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fylgdu innsæi þínu þegar um nýtt samband er að ræða. Þegar þér er boðið eitthvað meiriháttar, skaltu ekki fá samviskubit heldur þiggja það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fylgdu innsæi þínu þegar um nýtt samband er að ræða. Þegar þér er boðið eitthvað meiriháttar, skaltu ekki fá samviskubit heldur þiggja það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir