Sviðslistahúsið Afturámóti lofar miklu fjöri

Mikið fjör var á tónleikum Jóa Pé og Króla föstudaginn …
Mikið fjör var á tónleikum Jóa Pé og Króla föstudaginn 21. júní 2024. Ljósmynd/Afturámóti ehf

Sviðslistahúsið Afturámóti heldur úti rými fyrir listsköpun og sýningar auk þess að framleiða eigið efni. Sviðslistahúsið verður með leiksýningar, tónleika og aðra viðburði í Háskólabíói í allt sumar. Skipuleggjendur lofa gífurlegu fjöri í sumar.

Markmið sviðslistahússins er að búa til vettvang fyrir ungt fólk til þess að koma saman og gera tilraunir og rannsóknir innan fagsins, eins og segir á heimasíðu sviðslistahússins, afturamoti.is.

Félagið var stofnað í þessum tilgangi á þessu ári af þremur vinum, þeim Inga Þór Þórhallssyni, Kristni Óla Haraldssyni og Höskuldi Þór Jónssyni, með hjálp fleira fólks sem einnig er hluti af Afturámóti.

Tónleikar Jóa Pé og Króla s.l. föstudag voru vel sóttir …
Tónleikar Jóa Pé og Króla s.l. föstudag voru vel sóttir eins og sjá má. Ljósmynd/Afturámóti ehf

Tónleikar og tvö ný íslensk leikverk  

Ingi Þór segir í samtali við blaðamann að verkefnið hafi farið ótrúlega vel af stað. Þeir hafi  opnað dyrnar föstudaginn 21. júní með tónleikum Jóa Pé og Króla fyrir fullu húsi og mikilli skemmtun.

Á laugardaginn hafi svo verið útgáfutónleikar með Inga Þór sem voru einnig vel sóttir og gengu vel að hans sögn.

Nú er undirbúningur á fullu fyrir leiksýningar, sem byrja annað kvöld. Þar verða sýnd tvö ný íslensk verk, Hansel og Gretel eftir Melkorku Gunborgu Briansdóttur og Svar við bréfi Petru eftir Gígju Hilmarsdóttur. Þau eru með þessu að prófa að sýna tvö verk á einu kvöldi sem verða sýnd hvert á eftir öðru með hléi á milli.

„Þetta er svolítið skemmtilegt, að fólk geti slegið tvær flugur í einu höggi og fengið algjöra leikhúsveislu,“ sagði Ingi Þór.

Fjöldi samstarfssýninga auk eigin framleiðslu

Hann nefnir einnig að þau séu komin í gang með áskriftarkort í sumar þar sem fólki gefst kostur á að velja um að kaupa þrjá, fjóra eða fimm miða á leiksýningu að eigin vali. 

Ingi segir að þau verði með um tíu samstarfssýningar í sumar. Síðan eru þeir með eigin framleiðslu á söngleiknum Hlið við hlið sem verður frumsýndur í júlí en hann var sýndur í Gamla bíói fyrir um þremur árum síðan. Þá voru 16 sýningar fyrir fullu húsi.

Samhliða samstarfssýningum og eigin framleiðslu, verður boðið upp á tónleika, lifandi hlaðvörp, uppistand og áfram mætti telja.

„Þannig að það verður gífurlegt fjör hérna hjá okkur í sumar,“ sagði Ingi Þór að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tíminn er dýrmætur og þú hefur engan tíma til þess að sökkva þér niður í eigin hugsanir. Staldraðu við taktu mark á þeirri rödd sem segir þér að rækta líkama og sál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tíminn er dýrmætur og þú hefur engan tíma til þess að sökkva þér niður í eigin hugsanir. Staldraðu við taktu mark á þeirri rödd sem segir þér að rækta líkama og sál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir