Anna prinsessa dvelur enn á spítala

Anna prinsessa.
Anna prinsessa. AFP

Anna prinsessa „hefur það gott“ að sögn eiginmanns hennar, eftir að hafa hlotið minniháttar höfuðmeiðsl og heilahristing á landareign sinni, sem talið er að hestur hafi orsakað.

Sir Tim Laurence undiraðmíráll heimsótti Önnu prinsessu, sem er 73 ára, á Southmead-spítalann í Bristol í tvær klukkustundir í dag.

Þegar hann var að yfirgefa aðalinngang sjúkrahússins um klukkan 14 sagði hann: „Henni fer fram, hægt en örugglega.“  

BBC greinir frá.

Talin ná sér að fullu

Þetta er annar dagurinn sem prinsessan dvelur á spítalanum en hún var lögð þar inn á sunnudag í kjölfar slyss á landareign sinni í Gloucesterskíri.

Spurður hvort hann hafi fært prinsessunni eitthvað, svaraði Sir Tim: „Bara eitthvað smávegis af góðgæti að heiman.“

Anna Prinsessa er talin muni ná sér að fullu en ljóst er að hún mun missa af ríkisveislu með keisara og keisaraynju Japans síðar og ferð hennar til Kanada þessa viku hefur einnig verið frestað.

Prinsessan hefur ekki getað munað smáatriði af því sem gerðist á sunnudagskvöld vegna heilahristings.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fylgdu innsæi þínu þegar um nýtt samband er að ræða. Þegar þér er boðið eitthvað meiriháttar, skaltu ekki fá samviskubit heldur þiggja það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fylgdu innsæi þínu þegar um nýtt samband er að ræða. Þegar þér er boðið eitthvað meiriháttar, skaltu ekki fá samviskubit heldur þiggja það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir