Sló óvart mann með gítarnum

Mugison er gestur í Dagmálum í dag en hann ferðast …
Mugison er gestur í Dagmálum í dag en hann ferðast nú um landið og kemur fram í kirkjum. mbl.is/Hallur Már

Það er sjálfur Örn Elías Guðmundsson eða Mugison eins og alþjóð þekkir hann sem er gestur Dagmála í dag. Þar rifjar hann upp óborganlega sögu af uppákomu á tónleikum á Akranesi þar sem hann sló óvart mann með gítarnum.

Einn tónleikagesturinn hafði verið að hrella Mugison á sviðinu. Kalla hann öllum illum nöfnum og gera lítið úr spilamennskunni. Þetta setti leiðinlegan svip á upplifun flestra svo að Örn steig af sviðinu í miðju lagi til að ræða við þennan erfiða tónleikagest. Það heppnaðist ekki betur en svo að þegar Mugison var kominn að honum var snúran í gítarnum komin að enda sem varð til þess að gítarinn rykktist í höndunum á honum og varð til þess að gítarinn rakst af einhverju afli í tónleikagestinn.

Úr varð mikil sena sem Mugison lýsir vel í viðtalinu við Kristínu Sif Björgvinsdóttur. Þeir félagar ultu um koll en Mugison náði að koma skilaboðunum til skila: „Farðu bara út ef þetta er leiðinlegt!“. Sú var niðurstaðan og náðist að klára tónleikana með sóma.

Áskrifendur Morgunblaðsins geta horft á viðtalið í heild sinni en einnig er hægt að kaupa vikupassa að netáskrift og þá er hægt að horfa eða hlusta á allt Dagmálaefnið. 

Sagan af uppákomunni á Akranesi hefst á mínútu 23.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fylgdu innsæi þínu þegar um nýtt samband er að ræða. Þegar þér er boðið eitthvað meiriháttar, skaltu ekki fá samviskubit heldur þiggja það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fylgdu innsæi þínu þegar um nýtt samband er að ræða. Þegar þér er boðið eitthvað meiriháttar, skaltu ekki fá samviskubit heldur þiggja það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir