Í skýjunum með að vera einhleypur

Sean Penn er ánægður með að vera einhleypur.
Sean Penn er ánægður með að vera einhleypur. AFP

Bandaríski leikarinn Sean Penn segist vera í skýjunum alla daga með að vera einhleypur.

Í viðtali við New York Times lýsir Penn því hvernig viðhorf hans til ástarinnar hafi breyst með árunum.

„Ég er bara frjáls. Ef ég fer í samband þá ætla ég samt að vera frjáls annars geri ég það ekki. Ég ætla ekki að verða særður. Ég hef á tilfinningunni að ég muni ekki lenda í ástarsorg aftur.“

Penn segist eitt sinn hafa elskað dramatísk ástarsambönd en nú sé það liðin tíð. „Ef það er einhver óþarfa dramatík og heimsóknir frá „áfallaguðunum“ þá gufa tilfinningarnar upp, líkt og þær hafi aldrei verið til staðar.“

„Í einu hjónabandanna voru þættirnir „Housewives of Beverly Hills“ eða „Love Island“ alltaf í bakgrunni. Ég er ekki að segja þetta til að vera sniðugur - ég var að deyja. Ég fann hvernig hjarta mitt og heili skrapp saman. Þetta var árás,“ segir Penn.

Penn segist eiga vini sem hafa sýnt honum að sambönd þurfi ekki að vera lýjandi eða dramatísk. „Það er til dásamlegt fólk sem kemur vel fram hvort við annað.“

Penn er 63 ára gamall og var giftur Madonnu í fjögur ár á níunda áratugnum og Robin Wright frá 1996 til 2010. Árið 2020 giftist hann Leilu George en leiðir þeirra skildu ári síðar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt erfitt með samskipti þín við opinberar stofnanir í dag. Stefndu alltaf að því að gera þitt besta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt erfitt með samskipti þín við opinberar stofnanir í dag. Stefndu alltaf að því að gera þitt besta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir