Lögreglan sögð hafa fengið ábendingu um Timberlake

Justin Timberlake.
Justin Timberlake. AFP/Michael TRAN

Justin Timberlake var handtekinn fyrir að keyra undir áhrifum í síðustu viku. Talið er að einhver á hótelinu sem Justin Timberlake sat og drakk á hafi gert lögreglu viðvart. 

Lögreglan fékk þá ábendingu um að Timberlake væri búinn að drekka mikið og lögreglan ætti að fylgjast með honum ef hann færi á bak við stýrið. Vel tengdur veitingamaður sem vildi ekki láta nafn síns getið greindi frá þessu í The New York Post. Ekki kom fram hvort sá sem hringdi hefði verið starfsmaður hótelsins eða hluti af hóp Timberlakes. 

Timberlake hélt því fram að hann hefði aðeins fengið sér einn drykk. Barþjónn á hótelbarnum sem Timberlake var á segir að stjarnan hafi aðeins fengið sér einn drykk á staðnum. Annar starfsmaður staðfesti þetta. „Ef hann drakk meira, þá var það ekki hér,“ sagði starfsmaðurinn í viðtali við People. 

Timberlake kom fram á tónleikum í Chicago á föstudaginn. „Þetta er búin að vera erfið vika,“ sagði Timberlake á tónleikunum að því fram kemur á vef BBC. „Ég veit að stundum er erfitt að elska mig en ef þið haldið áfram að elska mig elska ég ykkur til baka.“

Þessi mynd var tekin af Justin Timberlake í fangelsi.
Þessi mynd var tekin af Justin Timberlake í fangelsi. AFP/SAG HARBOR POLICE DEPARTMENT
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fylgdu innsæi þínu þegar um nýtt samband er að ræða. Þegar þér er boðið eitthvað meiriháttar, skaltu ekki fá samviskubit heldur þiggja það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fylgdu innsæi þínu þegar um nýtt samband er að ræða. Þegar þér er boðið eitthvað meiriháttar, skaltu ekki fá samviskubit heldur þiggja það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir