Mun ekki bera vitni í réttarhöldunum

Holly Willoughby er þekkt sjónvarpsstjarna í Bretlandi.
Holly Willoughby er þekkt sjónvarpsstjarna í Bretlandi. Skjáskot/Instagram

Réttarhöld eru hafin yfir Gavin Plumb sem ákærður er fyrir ásetning um að nema á brott, nauðga og myrða sjónvarpsstjörnuna Holly Willoughby. Plumb hefur verið í haldi lögreglu frá því í október í fyrra. 

Í umfjöllun The Mirror um upphaf réttarhalda kemur fram að Alison Morgan, saksóknari, hafi sagt að áætlanir Plumb hefðu falið í sér gríðarlegt ofbeldi. Þá tók hún fram að Willoughby myndi ekki bera vitni í réttarhöldunum. 

Í ávarpi Morgan kom fram að Plumb hafði sagst við handtöku ekki skilja hvað væri í gangi. Þegar hann var upplýstur um ákærurnar þá svaraði hann: „Ég ætla ekki að ljúga. Hún er fantasían mín.“

Þegar síminn hans var skoðaður þá fannst mappa með yfir tíu þúsund myndum af Willoughby. Þá sagðist hann hafa æft sig á annarri konu sem bjó í nágrenni við hann en hann hafði fundið myndir af henni á Facebook. Plumb á samkvæmt Morgan að hafa lýst fyrir lögreglumanni áætlanir sínar um að brjótast inn, nota klóróform og binda konuna og mann hennar. Nema hana á brott í bíl. Svipaðar áætlanir voru uppi um Willoughby nema þá myndi hann nota klór, binda hana, nema á brott, njóta hennar og loks skera hana á háls.

Plumb var meðlimur í spjallþræði þar sem hann kvaðst hafa heilmiklar upplýsingar um Willoughby m.a. hvar hún væri og hvenær hún hefði öryggisgæslu og hvenær ekki.

Saksóknarinn lagði áherslu á að kviðdómur íhugi hversu vel og ítarlega hann hafi skipulagt umsátrið ef ske kynni að verjandinn ætlaði að smætta þetta niður í fantasíu og draumóra.

Plumb á að baki sögu um ógnandi hegðun en árið 2006 vann hann í versluninni Woolworths. Þar áreitti hann tvær 16 ára stúlkur sem unnu þar. Þær voru að fylla á lagerinn og hann kom til þeirra og dró fram hníf og sagði þeim að snúa sér og setja hendur fyrir aftan bak. Þá tók hann upp reipi og límband og batt saman hendur stúlknanna. Einni tókst að sleppa og ýta á neyðarhnapp. Lögreglan kom og handtók Plumb.

Saksóknari ítrekaði því mikilvægi þess að taka ásetning hans alvarlega í ljósi sögu hans.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fylgdu innsæi þínu þegar um nýtt samband er að ræða. Þegar þér er boðið eitthvað meiriháttar, skaltu ekki fá samviskubit heldur þiggja það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fylgdu innsæi þínu þegar um nýtt samband er að ræða. Þegar þér er boðið eitthvað meiriháttar, skaltu ekki fá samviskubit heldur þiggja það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir