Shifty Shellshock er látinn

Shifty Shellshock er látinn.
Shifty Shellshock er látinn. Skjáskot/Instagram

Shifty Shellshock, söngvari hljómsveitarinnar Crazy Town, er látinn. Shellshock var 49 ára þegar hann lést. Hljómsveitin Crazy Town var þekktust fyrir smellinn Butterfly. 

Shellshock, sem hét réttu nafni Seth Binzer, lést á heimili sínu á mánudaginn að því fram kemur á vef Variety. Dánarorsök Shellshock er enn óljós. Shellshock hafði þó verið opinn með fíknivanda sinn. 

Shellshock hitti Bret Mazur árið 1992 en saman stofnuðu þeir Brimstone Sluggers. Árið 1999 var nafninu breytt í Crazy Town og á sama tíma höfðu fleiri bæst í hópinn. Sama ár fór hljómsveitin á tónleikaferðalag með Red Hot Chili Peppers. Í október árið 2000 kom út vinsælasta lag Crazy Town, lagið Butterfly. Í laginu má heyra Shellshock rappa eftirminnilega: „Come my lady, come-come my lady, You’re my butterfly, sugar baby.” Árið 2002 kom út önnur plata Crazy Town en í kjölfar þess að platan náði ekki miklum vinsældum hætti bandið störfum. 

Hér fyrir neðan má sjá myndbandið við lagið Butterfly sem var helsti smellur Crazy Town. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fylgdu innsæi þínu þegar um nýtt samband er að ræða. Þegar þér er boðið eitthvað meiriháttar, skaltu ekki fá samviskubit heldur þiggja það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fylgdu innsæi þínu þegar um nýtt samband er að ræða. Þegar þér er boðið eitthvað meiriháttar, skaltu ekki fá samviskubit heldur þiggja það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir